Júdó

Ungmennafélagið Þróttur

 

Knattspyrna

Ungmennafélagið Þróttur

 

Sund

Ungmennafélagið Þróttur

Fréttir

Fréttir
nóvember 25, 2022

Ungmennafélaginu bárust heillakveðjur og góðar gjafir tilefni 90 ára afmæli félagsins…..

Ungmennafélagið Þróttur fagnaði 90 ára afmæli í síðasta mánuði. Félagið var stofnað þann 23. október 1932 en alla tíð hefur verið mjög líflegt starf í félaginu. Starfsemin hefur verið í…
Fréttir
nóvember 23, 2022

Gunnar og Marteinn sæmdir silfurmerki KSÍ

Borghildur Sigurðardóttir, fyrsti varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, veitti þeim Marteini Ægissyni og Gunnari J. Helgasyni silfurmerki KSÍ fyrir óeigingjarnt starf. Stjórn félagsins óskar þeim félögum innilega til hamingju.
Fréttir
nóvember 21, 2022

Fjölmargir aðilar fengu heiðursviðurkenningu fyrir að gera gott félag betra á 90 ára afmæli UMFÞ….

Ungmennafélagið Þróttur Vogum fagnaði 90 ára afmæli á dögunum og eftirfarandi aðilar fengu heiðursviðurkenningu tilefni tímamóta. Heiðursviðurkenningar innan UMFÞ. Með þökk fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og gera…

Bakhjarlar

Íþróttagreinar

Knattspyrna

Skipulagðar knattspyrnuæfingar hafa verið í gangi sl. 45 árin. Þróttarar hafa gert það gott á knattspyrnuvellinum síðustu árin. Meistaraflokkur félagsins spilar í 2 deildinni og á dögunum var stofnað sameiginlegt lið í meistaraflokki kvenna með Víði Garði. Mikill kraftur er í yngriflokkum Þróttar sem tekur þátt í öllum stærri sumarmótum.

Júdó

Þetta byrjaði allt með Magnúsi Haukssyni árið 1997. Þróttarar hafa verið þekktir fyrir sitt júdóstarf og fjölmargir landstitlar komið í hús. Fyrsti Íslandsmeistari í sögu Þróttar varð Alister Jón Brown.

Sund

Á árinu 1996 lagði þáverandi stjórn Þróttar drög að því að efla sundíþróttina í félaginu. Gulltímabil sunddeildar var 2002-2007 þegar 70 börn æfðu sund hjá félaginu undir leiðsögn Maríu Jónu Jónsdóttur.