Starf Þróttar er afar mikilvægt innan samfélagsins og verður að vinna á faglegan, uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Mikilvægt er að samstarf milli íþróttafélagsins og bæjaryfirvalda sé ávallt gott og að traust ríki í öllum samskiptum. Með þjónustusamning um rekstur, afnot og umsjón íþróttamannvirkja er byggt á því trausti sem til staðar er á milli þessara einstaklinga.

Mikilvægt er að Ungmennafélagið Þróttur hafi skýra stefnu svo að allir þeir sem starfa innan félagsins stefni í sömu átt. Markmið þessarar stefnu er að vinna að bætri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu íbúa sveitarfélagsins, bjóða upp á faglega þjónustu fyrir fólk á öllum aldri þar sem allir eru velkomnir, vera leiðandi í forvarnarstarfi ungmenna, leggja sitt af mörkum til samfélagsins og byggja starfið á öruggum stjórnarháttum.

Stefnan okkar

Ungmennafélagið Þróttur Vogum rekur blómlegt og mikilvægt íþróttastarf í Sveitarfélaginu Vogar. Félagið hefur verið starfrækt frá árinu 1932 og er markmið félagsins að stuðla að eflingu hverskonar félagsstarfs og almennrar íþróttahreyfngar hjá fólki á öllum aldri.

Tilgangur félagsins er einnig að vera eitt af táknmyndum samfélagsins með fyrirmyndar framkomu, stuðla að eflingu félagsstarfs og þroska félagsmanna. Grundvöllur að starfi Þróttar er það mikilvæga sjálfboðaliðastarf sem einstaklingar innan félagsins sinna og er grunnur í uppbyggingu félagsins og því starfi sem þar fer fram. Heilbrigt og gott félagslegt uppeldi barna og unglinga er lykillinn að góðu samfélagi fyrir okkur öll og leggur Þróttur þar sitt af mörkum.

  • STEFNA

    Markmið Þróttar er að bæta líkamlega, andlega og félagslega heilsu íbúa sveitarfélagsins Voga. Þróttur leggur áherslu á íþróttaiðkun og hreyfingu fyrir alla og viljum við markvisst vinna að því að skapa vettvang sem mætir þörfum íbúa og hvetur til þátttöku. Mikilvægt er að allir fái að njóta sín og fái tækifæri til að stuðla að betri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu sinni. Heimsmarkmið sameinuðu þjóðana um heilsu og vellíðan haft að leiðarljósi.

    MARKMIÐ

    • Stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi.

    • Stuðla að almennri, fjölbreyttri hreyfingu almennings.

    • Efla þekkingu á mikilvægi íþróttaiðkunar og hreyfingar á heilsu.

    LEIÐIR

    • Bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir fyrir börn og ungmenni þar sem allir eru boðnir velkomnir.

    • Hafa upplýsingar um þátttöku aðgengilegar fyrir alla, hafa kynningar á starfi í skólum og bjóða upp á aðstoð við skráningu.

    • Bjóða upp á regluleg námskeið í ýmiskonar hreyfingu fyrir almenning.

    • Bjóða upp á fræðslu og fyrirlestra tengda andlegri heilsu.

    • Aðstaða sé til fyrirmyndar fyrir hreyfingu og íþróttaiðkun.

  • STEFNA

    Þróttur leggur mikið upp úr því að vera leiðandi í fræðslu- og forvarnarstarfi innan Sveitarfélagsins Voga. Skipulagt íþróttastarf dregur úr líkum á því að börn og ungmenni leiðist út í frávikshegðun auk þess sem það stuðlar að betri námsárangri, betri líðan, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðari líkamsmynd.

    MARKMIÐ

    • Bjóða upp á fjölbreyttni í skipulögðu starfi og stuðla að aukinni samveru fjölskyldunnar.

    • Stuðla að öflugri upplýsingagjöf og fræðslu um skaðsemi fíkniefna.

    • Vera í góðu samstarfi við skóla og frístund til að efla forvarnarstarf innan sveitarfélagsins.

    LEIÐIR

    • Bjóða alla velkomna og gera þeim kleift að stunda íþróttir og hreyfingu á eign forsendum.

    • Bjóða upp á fjöbreytt starf sem höfðar til sem flestra.

    • Bjóða upp á fræðslu fyrirlestra og kynningar fyrir foreldra og forráðamenn um mikilvægi skipulags íþróttastarfs í tengslum við forvarnir.

    • Bjóða upp á fjölbreyta viðburði sem stuðla að samveru fjölskyldu og vina.

    • Halda árlegan forvarnardag.

    • Vera í góðu samstarfi við skóla og frístundastarf og hjálpast að við forvarnarstarf.

    • Vera sterk fyrirmynd barna og ungmenna innan félagsins.

  • STEFNA

    Markmið Þróttar er að bjóða uppá faglega þjónustu fyrir fólk á öllum aldri þar sem allir eru velkomnir. Við leggjum áherslu á fagmennsku starfsmanna og tileinkum okkur virðingu og kurteisi í samskiptum. Gera sem flestum kleyft að nýta þjónustu allan ársins hring. Rík áhersla á vellíðan starfsfólks í starfi sem leiðir til aukna afkasta í vinnu.

    MARKMIÐ

    • Sýna fagmennsku í starfi.

    • Gera þjónustu aðgengilega fyrir íbúa sveitarfélagsins allan ársins hring.

    • Að allir upplifi að þeir séu velkomnir.

    • Stuðla að ánægju starfsmanna í starfi.

    LEIÐIR

    • Stuðla að viðeigandi menntun þjálfara og starfsfólks og allir starfsmenn hljóti virka símenntun.

    • Setja upp heimilislega og snyrtilega kaffiaðstöðu. Halda húsinu hreinu og snyrtilegu.

    • Setja upp upplýsingaskjá þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um starfsemi í húsinu.

    • Hvetja starfsfólk og veita því stuðning í starfi. Hæfni hvers og eins fær að njóta sín með verkefnum við hæfi.

    • Stuðla að heilsueflingu starfsfólks.

    • Menning félagsins einkennist af samvinnu og uppbyggilegum samskiptum þar sem jákvæðni og gleði ríkir.

  • STEFNA

    Þróttur er virkur þátttakandi í samfélaginu. Lagt er áhersla á að vera aðgengileg og leiðandi félag sem bregst við og lagar sig að breyttum þörfum samfélagsins. Einnig er lögð áhersla á að ganga vel um umhverfi okkar með því að stuðla að almennri umhverfisvitund og vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Heimsmarkmið sameinuðu þjóðana um aðgerðir í loftslagsmálum haft að leiðarljósi.

    MARKMIÐ

    • Vera leiðandi í að mæta þörfum samfélagsins.

    • Styðja við menningarstarf og viðburði í sveitarfélaginu.

    • Vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.

    LEIÐIR

    • Hlusta á þarfir íbúa og taka vel á móti nýjum hugmyndum.

    • Þátttaka á viðburðum innan sveitafélagsins eins og fjölskyldudögum, umhverfisviku og öðrum viðburðum.

    • Leggja áherslu á gott samstarf við stofnanir og önnur félagasamtök innan sveitarfélagsins.

    • Lágmarka neikvæð áhrif af starfsemi og viðburðum Þróttar á umhverfið og leggja áherslu á mikilvægi þess að allir leggi sitt af mörkum í umhverfismálum.

    • Vera með sýnilega og auðvelda flokkun á úrgangi í mannvirkjum.

  • STEFNA

    Þróttur leggur áherslu á gott skipulag og fagleg vinnubrögð sem eru gagnsæ og skilvirk. Einblínt er á vellíðan og góðan starfsanda þar sem öflug liðsheild vinnur af metnaði við að sinna starfsemi félagsins.

    MARKMIÐ

    • Sýna fram á góða og trausta stjórnarhætti.

    • Endurkoða innra starf félagsins reglulega.

    • Fjármunir nýttir á skilvirkan hátt.

    • Stuðla að góðu upplýsingaflæði og lýðræðislegum vinnubrögðum.

    LEIÐIR

    • Verkferlar og vinnulag vel skilgreint.

    • Hlutverk innan félagsins vel skilgreind.

    • Að unnin verði fjárhagsáætlun fyrir hvert starfsár.

    • Að farið sé vel með eigur félagsins.

    • Leita ávallt að hagstæðustu leiðinni þegar kemur að innkaupum og fylgst sé reglulega með útgjöldum.

    • Taka mið af fjölbreytni og jafnrétti í starfi.

    • Efling mannauðs innan félagsins.