Minningarsjóður Hróars

Ungmennafélagið Þróttur og Nesbúegg stofnuðu minningarsjóð Hróars. Baldvin Hróar sem lést 9.júlí 2020 var virkur félagi í starfi Ungmennafélagsins Þróttar og var formaður félagsins 2017 til 2019. Markmið sjóðsins er að styrkja efnaminni iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar, styrkja iðkendur um mótagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda á skóm eða æfingafatnaði í tengslum við stærri mót.

Hægt að óska eftir nánari upplýsingum um umsóknarferli með því að senda póst á throttur@throttur.net