Stjórnarfundur 186

Fundargerð 24.apríl 2024 – Stjórnarfundur 186 

Fundur settur kl 18:33

Mættir eru: Petra, Marteinn, Sólrún, Berglind, Kiddi og Stefán. Beggi og Ari Gauti boðuðu forföll

Marteinn setur fundinn og byrjar á að minnast fyrrum formanns félagsins en dagurinn í dag er afmælisdagur Hróars. Minnumst hans á þessum degi.

 

1.  Körfuknattleiksdeild dregur meistaraflokk úr keppni.

Farið yfir minnisblað frá stjórn körfuknattleiksdeildar og hver viðbrögð aðalstjórnar voru í kjölfar úrsagnar.

Bókun: Aðalstjórn harmar ákvörðun stjórnar körfuknattleiksdeildar og það að ekki skildi hafa verið haft samráð við aðalstjórn fyrir úrsögn.

2. Landsmót 50+

Farið yfir hvernig undirbúningur fyrir Landsmót 50+ gengur.

Aðgengi að framkvæmdastjóra takmarkað eftir 15.maí.

3. Páskabingó Þróttar.

Páskabingóið í ár fór fram með glæsibrag. Þökkum öllum gestum sem mættu á fjölmennasta páskabingó félagsins frá upphafi.

4.  Umhverfis og vinnudagur Þróttar.

Þakka öllum fyrir komuna þrátt fyrir vindasamt veður.

5.  Fjáraflanir (Yfirferð)

Dósagámur – Fara sinna gámnum meira og tæma reglulega. Dósasöfnun yfir Landsmót.

Heimaleikir mfl í sumar – miðasala, sjoppa.

Landsmót – mikilvæg fjáröflun

6. Samstarfssamningur við fyrirtæki vegna barna og unglingastarfs. Til kynningar.

Þriggja ára samningur  í tengslum við árlegt og samfélagslegt verkefni. Í ár styrkir Linde Gas alla iðkendur um utanyfirpeysu. Stjórn þakkar Linde gas fyrir stuðninginn sem er ómetanlegur fyrir starfsemi Þróttar.

7.  Heiðursviðurkenning – Tilnefning – Gull.

Tekið úr reglugerð fyrir viðurkenningar hjá Þrótti Vogum.

Heiðursfélaga má kjósa og skal þeim afhent heiðursmerki Þróttar. Heiður þessi er sá æðsti er félagið veitir. Kosning heiðursfélaga skal fara fram á fundi aðalstjórnar. Aðlstjórn Þróttar getur sæmt félagsmenn og iðkendur gull, silfur eða bronsmerki félagsins þegar sérstök ástæða er til en er sú ákvörðun þó háð meirihluta samþykkis aðalstjórnar.

Rökstuðningur:

Reynir Brynjólfsson hefur verið með bestu mætinguna á heimaleiki Þróttar í knattspyrnu frá árinu 2008 til 2023. Stuðningur hans hefur verið það sýnilegur og með þeim hætti að allir sem spila eða starfa hjá félaginu eru málkunnug honum. Reynir var einnig duglegur í kringum yngriflokka félagsins og lætur sjá sig á flestum leikjum. Reynir kom að gerð malarvallar við Hafnargötuna á sínum ásamt því að lána lóðina undir grasæfingar. Það er auðvitað lengi hægt að telja upp hin ýmsu verkefni til viðbótar en læt þetta duga í bili.

Stjórn samþykkir samhljóða að veita Reyni Brynjólfssyni gull heiðursmerki Þróttar 27. apríl. Reynir fagnar 90 ára sama dag.

Fundi slitið kl 19:39.



Previous
Previous

Stjórnarfundur 187

Next
Next

Stjórnarfundur 185