Stjórnarfundur 187

 Fundargerð 187 - Fimmtudaginn 29. ágúst á skrifstofu félagsins.

Fundur settur kl 18:03

Mætt voru: Petra, Kiddi, Stefán og Matti.

Ari Gauti, Bergur Álfþórsson og Berglind Petra tilkynntu forföll.

 

1. Yfirferð starfsárs 24/25

Hefðbundið starf en ákveðið að fella niður Vogaþrek. Það sem verður í boði er Knattspyrna (8-5.flokkur), sund, rafíþróttir, brennó, oldboys og íþróttaskóli barna.

Ástæðan fyrir því að Vogaþrek verður ekki í boði er vegna hagræðingar og slakrar þátttöku undanfarin ár.

 

2.  Mánaðaráætlun

Lögð fram drög að mánaðaráætlun út árið 2024/25.

 

3. Yfirferð þjálfaramála í barna og unglingastarfi.

Davíð Hansen lætur af störfum núna í lok mánaðar. Knattspyrnuþjálfarar (Bergling og Axel) halda áfram, Thelma með sundið og Petra með íþróttaskóla.

Viðræður í gangi við þjálfara í barnastarfið.

Erum að vinna í ráðningu fyrir rafíþróttir.

4.  Minningarsjóður Hróars.

Guðbjörg Kristmundsdóttir, Friðrik V. Árnason, Reynir T. Emilsson, Davíð Hansen Georgsson og Marteinn Ægisson hlupu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka til styrktar Minningarsjóðs Hróars og þökkum við þeim kærlega fyrir sitt framlag til sjóðsins.

5. Fjölskyldudagar í Vogum.

UMFÞ þakkar félagasamtökum í Vogum og starfsfólki Sveitarfélagsins fyrir gott samstarf. Einnig þökkum við sjálfboðaliðum fyrir veitta aðstoð yfir helgina.

6. Körfuknattleiksdeild – Knattspyrnudeild – Foreldrafélag

Reyna þarf að endurvekja og koma meiri kraft í foreldrafélagið. Óska eftir foreldrum í stjórn foreldrafélags á foreldrafundum deilda og flokka í haust.

Meistaraflokkur í knattspyrnu er að standa sig vel, nýliðun í stjórn og gott starf unnið þrátt fyrir ýmsar hindranir.

Marteinn og Stefán Harald eru sambandi við formann og aðra stjórnarliða innan Körfuknattleiksdeildar UMFÞ. Marteinn og Stefán vinna í málefnum körfuknattleiksdeildar fyrir hömd stjórnar.

7. Sjálfboðaliðadagur Þróttar 2024.

Sjálfboðaliðadagur Þróttar verður haldinn fyrr í ár vegna Landsmóts og fer fram í október.

 

Önnur mál:

Starfsmenn svæðisstöðvar UMFÍ og ÍSÍ óska eftir að koma í heimsókn til félagsins og hitta aðlstjórn UMFÞ. Stjórn tekur því fagnandi og felur framkvæmdastjóra að boða svæðastöð á næsta stjórnarfund.

 

Fundi slitið 19:11. 



Previous
Previous

Stjórnarfundur 188

Next
Next

Stjórnarfundur 186