Stjórnarfundur 184
Stjórnarfundur 184 - Fundargerð 29. Febrúar 2024
Fundur settur kl 18:00 á skrifstofu félagsins.
Mættir eru: Berglind Petra, Kristinn, Stefán, Reynir, Petra og Marteinn. Sólrún Ósk og Bergur boðuðu forföll. Marteinn Ægisson situr fundinn og ritar fundargerð.
1. Aðalfundur UMFÞ 7. mars.
Ársreikningur er í vinnslu og annar undirbúningur í fullum gangi. Reynir Emilsson tilkynnir að hann ætli ekki að bjóða sig fram aftur. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa fundinn.
2. Landsmót UMFÍ 50+ í Vogum.
Formaður félagsins fer yfir störf framkvæmdanefnar og önnur verkefni.
3. Sesselja Guðlaug Guðmundsdóttir styrkir UMFÞ 50.000 kr.
Vegleg peningagjöf barst til UMFÞ á dögunum – Stjórn UMFÞ þakkar Sesselju fyrir hennar framlag til félagsins nú sem endranær.
Önnur mál.
Páskabingó fer fram 25. mars. Málið aðeins rætt og framkvæmdastjóra falið að undirbúa viðburð.
Fundi slitið kl 18:53