Stjórnarfundur 181

Stjórnarfundur 181 þriðjudaginn 28. Nóvember 2023 á skrifstofu félagsins.

Fundur settur 18:00.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Sólrún Ósk Árnadóttir, Reynir Emilsson og Berglind Petra Gunnarsdóttir. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Bergur Álfþórsson, Kristinn Þór Guðbjartsson og Stefán Harald boðuðu forföll.

Dagskrá fundar:

 

1.  Skil á íþróttamiðstöð 1. desember 2023.

Stjórn UMFÞ ákvað á fundi sínum 14. ágúst sl. að segja upp samningi við Sveitarfélagið Voga er lýtur að rekstri og umsjón íþróttamiðstöðvar. Stjórn leit svo á að ekki hafi upphaflegum markmiðum af hálfu beggja aðila verið náð á þeim tíma sem Ungmennafélagið hafði séð um rekstur og því forsendur fyrir áframhaldandi rekstri ekki til staðar.

Óskaði stjórn eftir því að uppsögn tæki gildi nú þegar og að Sveitarfélagið Vogar tæki aftur við rekstri íþróttamiðstöðvar. Breytingarnar taka gildi 1. desember nk.  

Stjórn UMFÞ vill koma á framfæri miklum þökkum til starfsfólks Íþróttamiðstöðvar fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Einnig vill stjórn senda þakkir til Gym heilsu, íþróttakennara, starfsfólk frístundar og öðrum samstarfsaðilum fyrir samstarfið.

2. Landsmót UMFÍ 50+. “Yfirferð”

Fyrsti formlegi fundur vegna Landsmóts 50+ fór fram í Vogum 23. nóvember. Undirbúningur á mótshaldi er hafinn. Farið var nánar yfir hvernig framkvæmd og undirbúningi verður háttað auk þess sem farið var yfir hlutverk og skyldur mótshaldara sem eru UMFÞ, Sveitarfélagið Vogar og UMFÍ.

Fulltrúar UMFÍ á fundinum voru Ómar Bragi Stefánsson starfsmaður UMFÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ. UMFÍ er að leggja lokahönd á samstarfssamning milli mótshaldara. Fyrir hönd UMFÞ á fundinum sátu Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ, Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ og Stefán Harald gjaldkeri UMFÞ. Þróttur er að leggja lokahönd á að manna nefndir fyrir komandi landsmót og er komin mynd á framkvæmdanefnd landsmótsins.

 Fyrir hönd Sveitarfélagsins sat Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta og tómstundafulltrúi og Hanna Lísa Hafsteinsdóttir starfsmaður. Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri boðaði forföll.

 

3. Yfirferð annara deilda (Körfuknattleiksdeild og Knattspyrnudeild)

Stjórn fagnar góðu gengi meistaraflokks Þróttar í körfuknattleik sem hefur blandað sér í toppbaráttu 1. deildar að undanförnu. Farið er yfir verkefni innan Knattspyrnudeildar Þróttar.

Önnur mál:

 Sjálfboðaliðadagur Þróttar fer fram 7. desember og árleg fjáröflunaræfing Vogaþreks 9. desember.

Farið er yfir posamál innan félagsins og hvað sé best að gera til að fjölga posum fyrir stærri viðburði án aukakostnaðar. Frmakvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

 

Fundi slitið 19:10.


Previous
Previous

Stjórnarfundur 182

Next
Next

Stjórnarfundur 180