Stjórnarfundur 180
Stjórnarfundur 180 á skrifstofu félagsins miðvikudaginn 26. október 2023.
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Berglind Petra Gunnarsdóttir, Kristinn Guðbjartsson, Stefán Harald, Sólrún Ósk Árnadóttir, Reynir Emilsson og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri.
Fundur settur: 18:10.
Dagskrá fundar:
1. Sambandsráðsþing UMFÍ.
Formaður og gjaldkeri fóru fyrir okkar hönd.
2. Íþróttamiðstöðin.
Yfirferð á skilum reksturs Íþróttamiðstöðvar.
3. Landsmót UMFÍ 50+
4. Formannafundur félagasamtaka innan Voga.
Formaður hélt fund með formönnum allra félagasamtaka. Fundur gekk vel vel og gaman og gott að hittast.
5. Knattspyrnudeild Þróttar - Vegna beiðni aðalfundar að óska eftir að aðalstjórn félagsins taki við daglegum rekstri til næstu þriggja mánuða eða fram að næsta aðalfundi, eigi síðar en 31. janúar.
Önnur mál:
Umfjöllun um dósagám, framkvæmdastjóra falið að ljúka máli.
Vinna við nýja heimasíðu.
Fundi slitið 19:25.