Stjórnarfundur 176
Stjórnarfundur 176 á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 25. maí kl. 18:00 og fundi slitið 19:53.
Mættir: Berglind Petra Gunnarsdóttir, Petra Ruth Rúnarsdóttir, Kristinn Guðbjartsson, Stefán Harald, Sólrún Ósk Árnadóttir, Reynir Emilsson og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri.
Bergur Álfþórsson tilkynnti forföll.
Fundardagskrá:
1. Stofnun körfuknattleiksdeildar innan UMFÞ.
Aðalstjórn samþykkir stofnun körfuknattleiksdeildar og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
2. Samstarf í yngriflokkum í knattspyrnu.
Stjórn tók fyrir viðræður um samstarf yngriflokka í knattspyrnu við Njarðvík og felur framkvæmdastjóra að klára samningagerð fyrir hönd félagsins.
3. Undirbúningur barnastarfs 2023-2024.
Undirbúningur barnastarfs er vísað til íþróttanefndar.
4. Fánadagur/Sumarfögnuður 27. maí.
Sumargleði Þróttar fer fram laugardaginn 27. maí í tilefni komu Landsmótsins 50+ 2024.
5. Samningur verkefnastjóra. (Petra Ruth Rúnarsdóttir vék af fundi og var þetta mál tekið fyrir á eftir öðrum málum)
Stjórn samþykkir að framlengja samning við verkefnastjóra og felur framkvæmdastjóra og gjaldkera að klára endurnýjun samningsins.
Önnur mál.
Ekkert tekið fyrir undir öðrum málum.