Stjórnarfundur 176

Stjórnarfundur 176 á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 25. maí kl. 18:00 og fundi slitið 19:53. 

Mættir: Berglind Petra Gunnarsdóttir, Petra Ruth Rúnarsdóttir, Kristinn Guðbjartsson, Stefán Harald, Sólrún Ósk Árnadóttir, Reynir Emilsson og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri.

Bergur Álfþórsson tilkynnti forföll.

Fundardagskrá:

1.  Stofnun körfuknattleiksdeildar innan UMFÞ.

Aðalstjórn samþykkir stofnun körfuknattleiksdeildar og felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

2.  Samstarf í yngriflokkum í knattspyrnu.

Stjórn tók fyrir viðræður um samstarf yngriflokka í knattspyrnu við Njarðvík og felur framkvæmdastjóra að klára samningagerð fyrir hönd félagsins.

3. Undirbúningur barnastarfs 2023-2024.

Undirbúningur barnastarfs er vísað til íþróttanefndar.

4. Fánadagur/Sumarfögnuður 27. maí.

Sumargleði Þróttar fer fram laugardaginn 27. maí í tilefni komu Landsmótsins 50+ 2024.

5. Samningur verkefnastjóra. (Petra Ruth Rúnarsdóttir vék af fundi og var þetta mál tekið fyrir á eftir öðrum málum)

Stjórn samþykkir að framlengja samning við verkefnastjóra og felur framkvæmdastjóra og gjaldkera að klára endurnýjun samningsins.

Önnur mál.

Ekkert tekið fyrir undir öðrum málum.

Previous
Previous

Stjórnarfundur 177

Next
Next

Stjórnarfundur 175