Stjórnarfundur 175
Stjórnarfundur 175 fór fram fimmtudaginn 27.apríl á skrifstofu félagsins. Fundur hófst klukkan kl 18:00 og lauk kl 20:00.
Mættir: Berglind Petra, Petra Ruth, Stefán Harald, Sólrún Ósk, Reynir.
Kristinn, Bergur og Marteinn framkvæmdastjóri tilkynntu forföll.
Fundardagskrá:
1. Umhverfisdagur Þróttar
Umhverfisdagur UMFÞ verður laugardaginn 6. maí. Dósagámur málaður og fleira. Hafist verður handa klukkan 10:00 og mun vinnan standa yfir til 14:00.
2. Nefndir innan stjórnar
Fjáraflananefnd: Bergur og Kristinn
Viðburðanefnd: Petra og Berglind
Heimaleikjaráð: Petra og Matti
Mannvirkjanefnd: Petra, Stefán og Reynir.
Íþróttanefnd: Berglind og Sólrún.
3. Landsmót 50+
Stjórn UMFÞ lýsir yfir ánægju sinni með það traust sem UMFÍ sýnir félaginu með úthlutun á landsmóti 50+ 2024. Mikil tilhlökkun er innan félagsins að takast á við þetta spennandi verkefni. Stjórn leggur til að undirbúningur fyrir mótið hefjist sem first til að tryggja að aðstæður til mótahalds séu sem bestar.
4. Íþróttamiðstöð
Stjórn ræddi samning milli Sveitarfélagsins og UMFÞ varðandi íþróttamannvirki.
Önnur mál
Stjórn UMFÞ óskar meistaraflokki Þróttar í körfuknattleik til hamingju með þann framúrskarandi árangur að komast í 1. deild. Stjórn sendir sérstakar þakkir til Birkis formanns og Guðmundar þjálfara.