Stjórnarfundur 173
Stjórnarfundur 173 fór fram mánudaginn 27. febrúar á skrifstofu félagsins. Fundur settur 18:01 og var slitið 19:26
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Katrín Lára Lárusdóttir, Gunnar J. Helgason, Jóna K. Sstefánsdóttir, Reynir Emilsson, Kristinn Þór og Marteinn Ægisson.
Fundardagskrá:
1. Aðalfundur og ársreikningur.
Ársreikningur íþróttamiðstöðvar og aðalstjórnar lagður fyrir stjórn.
2. Rafíþróttir.
Rafíþróttadeild Þróttar var stofnuð innan aðalstjórnar á dögunum. Æfingar eru farnar á stað og stjórn fagnar frábærri þátttöku.
3. Ungmennaráð Svf. Voga og Þróttar.
Stjórn lýsir yfir ánægju með stofnun Ungmennaráðs Þróttar og Sveitarfélagsins Voga. Ungmennaráð óskar eftir 50.000kr styrk til að alda fjáraflanir.
4. Yfirumsjón íþróttamiðstöðvar – Samningur við verkefnastjóra.
Stjórn leggur til að samningur við verkefnastjóra sé framlengdur til þriggja mánaða þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun Sveitarfélagsins Voga með rekstur íþróttamiðstöðvar.
5. Sjálfboðaliðar hjá UMFÞ.
Sjálfboðaliðum hefur fækkað innan félagsins og í einhverjum tilfella hefur ekki tekist að manna hina ýmsu skyldufundi vegna anna í öðrum verkefnum eða önnur mikilvæg verkefni innan félagsins.
6. Aðalfundur ÍS og Vorfundur UMFÍ.
Aðalfundur ÍS fer fram í Vogum 23. mars og vorfundur UMFÍ fer fram helgina eftir páska.
Önnur mál.
Gunnar Helgason lætur vita að hann ætli að hætta í stjórn á næsta aðalfundi og þakkar öllum fyrir samstarfið.
Stjórn ætlar að hittast klukkutíma fyrir aðalfund og borða saman.