Stjórnarfundur 170
Stjórnarfundur 170 þriðjudaginn 22.nóvember 2022.
Fundur hófst 18:30 og fundi lauk 20:18.
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Kristinn Þór Guðbjartsson, Katrín Lárusdóttir, Gunnar J. Helgason, Reynir Emilsson. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri situr fundinn og ritar fundargerð.
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir tilkynnti forföll.
Fundardagskrá:
1. Fjáraflandir fyrir jólin
Farið yfir komandi fjáraflandir. Foreldrafélagið verður með jólabingó, meistaraflokkur í knattspyrnu verður með sitt árlega jólahappdrætti. Aðalstjórn verða með jólakúlur. Árleg styrktaræfing mun fara fram í samstarfi við Vogaþrek og mun allur aðgangseyrir renna til góðs málefni innan Voga. Aðalstjórn og knattspyrnudeild verða í samstarfi með síld fyrir jólin.
2. Sjálfboðaliðadagurinn
Árlegur sjálfboðaliðadagur UMFÞ mun fara fram föstudaginn 2. desember nk. Öllum sjálfboðaliðum félagsins í stærri hlutverkum verður boðið til hátíðarkvöldverðar að venju samkvæmt.
3. Rafíþróttir
Félagið hefur að undanförnu unnið að fjármögnun tækjakaupa. Stjórn mun leita tilboða á næstu dögum þannig hægt sé að hefja rafíþróttir á næstu mánuðum. Tekist hefur að safna 1,1 m.
4. Erindi frá forráðamönnum meistaraflokks UMFÞ í körfuknattleik.
Meistaraflokkur óskaði eftir styrk frá aðalstjórn. Stjórn UMFÞ samþykkir að greiða þátttökugjöld meistaraflokks til KKÍ fyrir 22/23 að hámarki 80.000 kr. Einnig er framkvæmdastjóra falið að ræða frekara samstarf í vetur.
5. Bréf frá rekstraraðila tjaldstæðis.
Rekstraraðili tjaldsvæðis sendi félaginu erindi og óskaði eftir að dósagámurinn yrði færður. Stjórn félagsins lýtur svo á að félagið verði af miklum tekjum komi til þess að færa gáminn eftir alla þá auglýsingaherferð sem hefur verið undanfarin árin enda fjölmargir sem styðja félagið með þessum hætti.
Önnur mál:
Framkvæmdastjóri víkur af fundi 19:33.
Með öllum greiddum atkvæðum hefur stjórn ákveðið að hækka laun framkvæmdastjóra um 13,5 % frá 1. janúar 2023.
Framkvæmdastjóri kemur inn aftur 19:58.
Stjórn UMFÞ lýsir yfir mikilli ánægju með 90 ára afmæli UMFÞ sem fram fór 22. október sl. Einnig þakkar félagið öllum þeim aðilum sem komu að afmælinu með einum eða öðrum hætti. Stjórn UMFÞ þakkar öllum gestum fyrir komuna.
.