Stjórnarfundur 168

Stjórnarfundur 168 mánudaginn 29.ágúst 2022.

Fundur hófst 18:30 og fundi lauk 19:48.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Gunnar Helgason, Reynir Emilsson og Marteinn Ægisson

Dagskrá fundar:

1. Vetrarstarfið 2022-2023.

Verið er að leggja lokahönd á skipulag komandi starfsárs. Búið er að ráða í öll þjálfarastörf.

2.  Erindi frá meistaraflokki karla í körfubolta. "Frestað á síðasta fundi

Meistaraflokkur Þróttar í körfuknattleik eru að taka þátt í 2. Deild KKÍ. Birkir Alfons óskar eftir fjárhagslegum styrk fyrir komandi tímabil. Málinu er hafnað – Stjórn óskar eftir samtalinu við forsvarsmenn meistaraflokks.

3. Stórafmæli.

Tinna Hallgrímsdóttir er nú þegar byrjuð að vinna að afmælisblaði sem mun koma út í tengslum við afmælið. Stjórn mun halda fund í lok september og í kjölfarið setja meiri kraft í komandi afmælishátíð.

4. Kótilettukvöld.

Undirbúningur hafin fyrir komandi samstarfsverkefni með Skyggni. Farið yfir málið.

Önnur mál.

Dósagámur: Ákveðið að raða niður stjórnarliðum, sjálfboðalum og deildum innan félagsins varðandi tæmingu á dósagám til næstu 9 mánaða.

Sambandsráðsfundur UMFÍ fer fram um miðjan október á Höfn í Hornafirði. UMFÞ mun senda fulltrúa á fundinn.

Previous
Previous

Stjórnarfundur 169

Next
Next

Stjórnarfundur 167