Stjórnarfundur 167
Stjórnarfundur 167 mánudaginn 8.ágúst 2022.
Fundur hófst 18:30 og fundi lauk 19:19.
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Gunnar Júlíus Helgason, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Reynir Emilsson og Marteinn framkvæmdastjóri. Aðrir boðuðu forföll.
Dagskrá fundar;
1. Fjölskyldudagar í Vogum.
Þróttarar halda utan um hverfaleika, verða með sölubás á hátíðarsvæði og útvega grillara. Stjórnarliðar skipta með sér verkum.
2. Meistaraflokkur Þróttar í körfubolta.
Erindi frá Birki Alfons formanni meistaraflokks Þróttar í körfubolta tekið fyrir, málinu frestað til næsta stjórnarfundar þar sem erindi barst með stuttum fyrirvara. Stjórn þarf að kynna sér málið betur.
3. Sportskóli Þróttar í samstarfi við Sveitarfélagið Voga.
Félagið sendi erindi á bæjaryfirvöld á dögunum. Bæjarráð vísaði málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023 - 2027, sem og til frekari umfjöllunar í Frístunda- og menningarnefnd.
4. Vetrarstarf 22/23.
Vetrarstarfið er í fullum undirbúningi.
5. Pizzakvöld v/Rafíþrótta.
UMFÞ eru að fullu að reyna fjárafla stofnun rafíþrótta innan félagsins. Stjórnarliðar skipta með sér verkum og fá aðra sjálfboðaliða utan stjórnar til að hjálpa sér við framkvæmdina.
Önnur mál.