Stjórnarfundur 167

Stjórnarfundur 167 mánudaginn 8.ágúst 2022.

Fundur hófst 18:30 og fundi lauk 19:19.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Gunnar Júlíus Helgason, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Reynir Emilsson og Marteinn framkvæmdastjóri. Aðrir boðuðu forföll.

 

Dagskrá fundar;

1. Fjölskyldudagar í Vogum.

Þróttarar halda utan um hverfaleika, verða með sölubás á hátíðarsvæði og útvega grillara. Stjórnarliðar skipta með sér verkum.

2. Meistaraflokkur Þróttar í körfubolta.

Erindi frá Birki Alfons formanni meistaraflokks Þróttar í körfubolta tekið fyrir, málinu frestað til næsta stjórnarfundar þar sem erindi barst með stuttum fyrirvara. Stjórn þarf að kynna sér málið betur.

3. Sportskóli Þróttar í samstarfi við Sveitarfélagið Voga.

Félagið sendi erindi á bæjaryfirvöld á dögunum. Bæjarráð vísaði málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023 - 2027, sem og til frekari umfjöllunar í Frístunda- og menningarnefnd.

4. Vetrarstarf 22/23.

Vetrarstarfið er í fullum undirbúningi.

5. Pizzakvöld v/Rafíþrótta.

UMFÞ eru að fullu að reyna fjárafla stofnun rafíþrótta innan félagsins. Stjórnarliðar skipta með sér verkum og fá aðra sjálfboðaliða utan stjórnar til að hjálpa sér við framkvæmdina.

 

Önnur mál.

Previous
Previous

Stjórnarfundur 168

Next
Next

Stjórnarfundur 166