Stjórnarfundur 166
Stjórnarfundur 166 mánudaginn 30.maí 2022.
Fundur hófst 18:30 og fundi lauk 19:37.
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Gunnar Helgason, Reynir Emilsson og Katrín Lára Lárusdóttir. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð.
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir tilkynnti forföll.
Dagskrá fundar:
1. Landsmót 50 + í Vogum 2024.
Ungmennafélagið Þróttur sótti um að halda landsmót 50 + sem fram átti að fara 2022. UMFÍ hefur ekki getað haldið landsmót 50 + vegna heimsfaraldar síðustu ár. Af þeim sökum hefur UMFÍ óskað eftir að UMFÞ staðfesti fyrri umsókn og mun gilda fyrir landsmót 50 + 2024.
“Stjórn UMFÞ staðfestir fyrri umsókn og óskar eftir að fá að halda landsmót 50 + í Vogum árið 2024”
2. Trúnaðarmál.
Önnur mál.
Yfirferð um heimsókn til HSV í maí. Verkefnið verður tekið fyrir á næsta fundi.
Farið yfir dósagáminn og næstu skref.
Rafíþróttir, formaður fer aðeins yfir málið og það vantar 500.000 kr. til að klára fjármagna verkefnið.