Stjórnarfundur 166

Stjórnarfundur 166 mánudaginn 30.maí 2022.

Fundur hófst 18:30 og fundi lauk 19:37.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Gunnar Helgason, Reynir Emilsson og Katrín Lára Lárusdóttir. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri sat fundinn og ritaði fundargerð.

Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir tilkynnti forföll.

 Dagskrá fundar:

1.  Landsmót 50 + í Vogum 2024.

Ungmennafélagið Þróttur sótti um að halda landsmót 50 + sem fram átti að fara 2022. UMFÍ hefur ekki getað haldið landsmót 50 + vegna heimsfaraldar síðustu ár. Af þeim sökum hefur UMFÍ óskað eftir að UMFÞ staðfesti fyrri umsókn og mun gilda fyrir landsmót 50 + 2024.

“Stjórn UMFÞ staðfestir fyrri umsókn og óskar eftir að fá að halda landsmót 50 + í Vogum árið 2024”

 

2. Trúnaðarmál.

 

Önnur mál.

Yfirferð um heimsókn til HSV í maí. Verkefnið verður tekið fyrir á næsta fundi.

Farið yfir dósagáminn og næstu skref.

Rafíþróttir, formaður fer aðeins yfir málið og það vantar 500.000 kr. til að klára fjármagna verkefnið.


Previous
Previous

Stjórnarfundur 167

Next
Next

Stjórnarfundur 165