Stjórnarfundur 165

Stjórnarfundur 165 fimmtudaginn 7.apríl 2022.

Fundur hófst 18:30 og fundi lauk 19:28.

Fundur hófst klukkan 18:30.

Jóna K. Stefánsdóttir, Reynir Emilsson og Katrín Lárusdóttir tilkynntu forföll. Einnig tilkynntu varamenn forföll.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Gunnar Helgason og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri félagsins sem ritaði fundargerð.

Dagskrá fundar.

1. Íþróttamiðstöð - Frágangur samnings og yfirferð mála.

Petra fór yfir stöðu mála. Lagðar voru til samþykktar breytingar á upphæð samnings og þær samþykktar.

2. Vinaþjóðir deila þekkingu.

Á dögunum fóru Petra Ruth Rúnarsdóttir og Sólrún Ósk Árnadóttir í samstarfi með öðrum aðildarfélögum UMFÍ til Noregs. Íþróttahéraðið Viken var heimsótt. Markmið ferðarinnar var að kynna sér starfsemi Viken, hvernig hægt er að ná til jaðarhópa og mynda tengsl við aðra úr hreyfingunni.

3. Barna og unglingastarf - Viðbrögð við fækkun iðkenda.

Málið rætt og farið yfir næstu skref. Hugmyndir lagðar fram fyrir breytingar á barnastarfi næsta haust. Málið unnið áfram.

4. Páskabingó.

Fyrst sinn í þrjú ár verður hægt að halda páskabingó UMFÞ með eðlilegum hætti. Framkvæmdastjóra falið að finna sjálfboðaliða og skipuleggja páskabingó.

 

Önnur mál.

Previous
Previous

Stjórnarfundur 166

Next
Next

Stjórnarfundur 164