Aukastjórnarfundur 7.febrúar

Auka stjórnarfundur mánudaginn 7. febrúar 2022.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Davíð Hansen, Katrín Lárusdóttir, Jón Kristbjörg Stefánsdóttir, Birgitta Ösp Einarsdóttir. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar sat fundinn.

 

Í upphafi fundar var farið yfir minnisblað og inngang í fundarboði. Þar var farið yfir tímaröð ákvarðanatökur. Stjórnarliðar fengu sent í tölvupósti fyrir fundinn.

 

  1. Yfirumsjón á íþróttamiðstöð og næstu skref – Ráðning verkefnastjóra.  

 

Til að geta staðið sem best að rekstri og undirbúa yfirtöku leggur stjórn UMFÞ til að ráða

inn verkefnastjóra frá 14. febrúar sem gæti þá hafið undirbúningsvinnu af fullum krafti sem

og fengið leiðsögn og upplýsingar sem þarf til frá íþrótta-og tómstundafulltrúa og fleirum innan bæjarfélagsins um rekstur íþróttamiðstöðvar. Þetta er gert svo undirbúningur væri komin af stað fyrir 1.mars þegar yfirtakan er væntanleg. Stjórn ákveður að verkefnastjóri haldi utan um innleiðingu verkefnis fyrir hönd stjórnar félagsins og starfið sé tímabundið, að hámarki 12 mánaðum frá yfirumsjón.

Stjórn UMFÞ ákveður að Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ sinni starfi verkefnastjóra.

Stjórn ákveður að Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varaformaður, Davíð Hansen gjaldkeri og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri geri drög að ráðningarsamningi við verkefnastjóra til 12 mánaða. Þegar þeirri vinnu verður lokið verður hann lagður til samþykktar stjórnar. Stefnan er sett á að klára  fyrir 18. febrúar. Bæjaryfirvöld stefna að yfirtakan muni eiga sér stað 1. mars nk. 

Previous
Previous

Stjórnarfundur 164

Next
Next

Stjórnarfundur 163