Stjórnarfundur 163

Stjórnarfundur 163 mánudaginn 17.janúar 2022.

Fundur hófst 18:30 og fundi lauk 19:10.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Reynir Emilsson, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Davíð Hansen, Katrín Lárusdóttir og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri.

1.      Aðalfundur UMFÞ og ársreikningur.

Ákveðið að aðalfundur UMFÞ fari fram 24. febrúar nk. Framkvæmdastjóra falið að undirbúa komandi aðalfund. Vinna við ársreikning ætti að vera lokið um miðjan febrúar.

2.      Minningarsjóður Hróars.

Sjóðurinn styrkti 9 verkefni á dögunum og kann stjórn félagsins öllum þeim aðilum sem hafa styrkt sjóðinn að undanförnu miklar þakkir fyrir þeirra framlag. Einnig ákvað stjórn sjóðsins að sjóðurinn sé alltaf opinn fyrir umsóknir og hvetur félagsmenn til að leita til hans þegar á þarf að halda.

3.      Umsjón á íþróttamannvirki. “Yfirferð”

Viðræður hófust á milli bæjaryfirvalda og UMFÞ að frumkvæði bæjaryfirvalda í lok maí 2021 um að UMFÞ tæki yfir rekstur íþróttamiðstöðvar.

Petra Ruth formaður UMFÞ fer yfir gang mála og hvað hefur verið í gangi frá því að stjórn fundaði síðast í desember. Viðræður um samning eru í fullum gangi og má reikna með að samningar náist innan skamms.

4.      Yfirferð á stofnun rafíþrótta hjá UMFÞ.

Félagið fékk 500þús styrk frá Sveitarfélaginu á dögunum og kann bæjaryfirvöldum miklar þakkir fyrir þeirra framlag. Til að hefja starfsemi rafíþrótta innan UMFÞ þarf 1,5 milljón kr. og því vantar rúma milljón í verkefnið. Stjórn UMFÞ stefnir á að finna styrkaraðila og biðlar formaður til allra þeirra sem eru á fundinum að hjálpast að við að leita leiða við fjármögnum verkefnis þannig hægt sé að hefja starfsemi rafíþrótta fyrir næsta haust.

 

Önnur mál.

Stefnan er sett á tvo stjórnarfundi fyrir komandi aðalfund. Áhersla þeirra funda verður aðalfundurinn, ársreikningurinn og yfirumsjón á íþróttamannvirki.

Previous
Previous

Aukastjórnarfundur 7.febrúar

Next
Next

Fékkstu vinning í Jólahappdrætti Þróttar?