Stjórnarfundur 194
Stjórnarfundur 194 fer fram 27.janúar 2025 á skrifstofu félagsins og hefst kl. 18:05.
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Berglind Petra Gunnarsdóttir og Kristinn Þór Guðbjartsson og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ tilkynnti fyrir fund að honum seinkaði. Mætti 18:25.
Petra Ruth skrifar fundargerð.
Ari Gauti, Bergur Álfþórsson og Sólrún Ósk Árnadóttir boðuðu forföll.
1. Hvatasjóður
Félagið sendi inn umsókn og farið var yfir verkefnið.
2. Aðalfundur KND 2025
Farið yfir stöðu deildarinnar og aðalfund sem fór fram á dögunum. Á aðalfundi deildarinnar, sem var vel sóttur. Bókað var eftirfarandi á aðalfundi Knattspyrnudeildar að taka fyrir málefni tengd deildinni á aðfundi félagsins 10.mars 2025.
3. Körfuknattleikdeild 2025
Yfirferð mála um stöðu deildarinnar. Engin starfsemi í gangi og aðstjórn þarf að yfirtaka allar eignir og skuldir deildarinnar.
4. Íþróttaþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)
Þing ÍS fer fram 27.mars n.k.
5. Heimasíða Þróttar
Stjórn les yfir foreldrahandbók og sendir inn athugasemdir á framkvæmdastjóra.
Önnur mál
Minnisblað varðandi samskipti rætt milli aðila rætt.
Fundi slitið 19:00