Stjórnarfundur 193
Stjórnarfundur 193 fer fram fimmtudaginn 30. Janúar á skrifstofu félagsins og hefst kl. 19:30.
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Berglind Petra Gunnarsdóttir, Kristinn Þór Guðbjarsson, Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri situr fundinn.
Bergur Álfþórsson, Sólrún Ósk, Stefán Harald og Ari Gauti tilkynntu forföll.
Dagskrá fundar:
1. Laun framkvæmdastjóra.
Formaður leggur til að laun framkvæmdastjóra hækki um 7% auk þess að honum verði skaffaður bíll til umráða. Uppgjör við framkvæmdastjóra vegna Landsmóts UMFÍ 50+ 2024 lagt fram til samþykktar. Tillögur samþykktar samhljóða.
2. Íþróttamaður ársins.
Stjórn tekur fyrir tilnefningar til íþróttamanns ársins auk þess að fara yfir aðrar viðurkenningar.
Töluverðar umræður sköpuðust um málið og verður íþróttamaður ársins tilkynntur laugardaginn 1.febrúar 2025.
3. Starfsdagur þjálfara
Framkvæmdastjóri kynnir og segir frá starfsdegi þjálfara sem fram fer í byrjun mars.
4. Trúnaðarmál
5. Aðalfundur UMFÞ 2025.
Aðalfundur félagsins fer fram 10. mars og er framkvæmdastjóra falið að undirbúa aðalfund fyrir hönd stjórnar.
Önnur mál:
Stjórn fagnar því að búið sé að endurvekja foreldrafélag Þróttar og hlakkar stjórn til samstarfsins með þeim frábæru foreldrum sem þar taka til starfa.
Fundi slitið kl 20:48