Stjórnarfundur 192
Fundur stjórnar númer 193 19.desember 2024
Fundur settur 18:00
Mættir eru: Petra, Kristinn, Berglind, Stefán og Marteinn.
1. Fjármagn við uppbyggingu landsmótsstaða:
Stjórn harmar það að ekki hafi verið haft frekara samráð við UMFÞ í nýtingu fjármuna og að einhliða ákvörðun hafi verið tekin af hálfu sveitarfélagsins um nýtingu þeirra og að þeir hafa verið nýttir í viðhald á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.
2. Trúnaðarmál
3. Rekstrarstyrkur frá sveitarfélaginu Vogar 2025 – framhald frá stjórnarfundi 189.
“UMFÞ óskaði eftir 25% hækkun frá Sveitarfélaginu Vogum fyrir 2025. Iðkendum og flokkum hefur fjölgað sem leiðir til frekari útgjalda. Félagið þarf að geta hafið störf fyrr á daginn. Með farsæld barna að leiðarljósi og samfélagið er að kalla eftir meiri samveru fjölskyldna verður félagið að bjóða upp á æfingar í samfellu við grunnskóla fyrir yngstu iðkendur. Kostnaður hefur hækkað og á sama tíma hefur styrktaraðilum fækkað. Það er hallarekstur á þessu ári. Aðstöðuleysi í Sveitarfélaginu Vogum kallar á það að meistaraflokkar og yngriflokkar eru að leigja keppnis og æfingaaðstöðu utan Voga. Ferðakostnaður hefur hækkað og mótsleikjum hefur fjölgað. Lækkun hefur orðið á styrk frá Sveitarfélaginu Vogum til Ungmennafélagsins Þróttar undanfarin ár”.
Svar við styrktarbeiðni UMFÞ við ósk um fjármagn fyrir árið 2025. UMFÞ fær sömu krónutölu og árið 2024. Ekki er tekið tillit til vísitöluhækkana milli ára.
4. Iðkendatölur – Þjálfaramál – yfirferð mála
Barnastarfið er komið í jólafrí og hefst aftur 3.janúar. Verið er að skoða sameiningu flokka og þjálfaramál fyrir vorið.
5. Minningarsjóður Hróars
Stjórn UMFÞ vill þakka fráfarandi bústjóra Nesbúeggja fyrir samstarfið gegnum árin og aðkomu hans að stofnun Minningarsjóðs Hróars.
6. Íþróttamaður ársins hjá Þrótti
18.janúar verður íþróttamaður Þróttar útnefndur.
7. Starfsmannamál
Stjórn stefnir á starfsmannaviðtal í janúar.
Önnur mál:
1. Frístunda- og menningarnefnd boðaði fulltrúa félagsins á fund sinn 19.12.2024 til að fara yfir starf félagsins. Þökkum við þeim fyrir boðið og góðan fund.
2. Marteinn framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um að stefnt er á að aðalstjórn og stjórn knattspyrnudeildar hittist á nýju ári í félagslegum hitting.
3.Fundarsköp á stjórnarfundum þurfa að vera virt á fundum. Nauðsynlegt er að passa uppá að stjórnarmenn kynni sér mál á dagskrá fyrir fundi, mæti á réttum tíma og boði forföll tímanlega. Ef stjórnarmenn þurfa í ákveðnum tilfellum að fara fyrr af fundi eða taka börn með á fundin þarf að láta vita í upphafi fundar.
Fundi slitið 19:50