Aðalfundur UMFÞ 2025
Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar verður haldinn mánudaginn 10. mars í Álfagerði kl. 19:00.
Húsið opnar kl. 18:45.
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar
4. Skýrsla aðalstjórnar lögð fram um starfsemi og verkefni á liðnu ári
5. Ársreikningur 2024 lagður fram til samþykktar
6. Kosning formanns
7. Kosning annarra stjórnarmanna
8. Kosning varamanna
9. Ákveðið félagsgjald
10. Önnur mál
Látum íþróttamál í Sveitarfélaginu Vogum okkur varða. Sýnum samstöðu og höldum áfram að efla gott starf, það getum við gert í sameiningu. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn að senda póst á throttur@throttur.net Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir árið 2024 eru með atkvæðisrétt á fundinum. Lög félagsins eru að finna á heimasíðu félagsins.
Kveðja, UMFÞ.