Vetrarstarf 2024 - 2025

Markmið Ungmennafélagsins Þróttar er að stuðla að eflingu hverskonar félagsstarfs og almennrar íþróttahreyfingar hjá fólki á öllum aldri. Einnig er tilgangur félagsins að vera eitt af táknmyndum samfélagsins með fyrirmyndar framkomu, stuðla að eflingu félagsstarfs og þroska félagsmanna auk þess að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir ungmennin okkar. Heilbrigt og gott félagslegt uppeldi barna og unglinga er lykillinn að góðu samfélagi fyrir okkur öll. Starfsemi félagsins er í sífelldri þróun og erum við ekki hrædd við að prófa nýja hluti. Áherslur fara eftir samfélaginu hverju sinni og viljum við í þessum bækling kynna þá starfsemi sem í boði verður haustið 2024- 2025.

Hvað er í boði starfsárið 2024 - 2025?

Knattspyrna*

8. flokkur blandaður flokkur - elsta ár í leikskóla (Hefst 1.október)

7. flokkur kk - 1. og 2. bekkur.

7. flokkur kvk - 1. og 2. bekkur.

6. flokkur kk - 3. og 4. bekkur.

6. flokkur kvk - 3. og 4. bekkur.

5. flokkur kk - 5. og 6. bekkur.

5. flokkur kvk - 5. og 6. bekkur.

Ungmennabolti blandað - 7. - 10. bekkur

Knattspyrnuæfingar hefjast 30.september 2024

*Flokkar eru settir upp með fyrirvara um skráningu - ef takmörkuð skráning verður þarf að sameina flokka.

Sund

Yngri hópur - 1. og 2. bekkur.

Eldri hópur - 3., 4. og 5. bekkur.

Sund hefst 5.september 2024

Rafíþróttir*

Rafíþróttir verða í boði fyrir 7. - 10. bekk og elsta ár í framhaldsskóla.

Rafíþróttir hefjast 18.september

*Með fyrirvara um að skráningarfjölda sé náð.

Íþróttaskóli barnanna

Íþróttaskóli barnanna fyrir börn á leikskólaaldri.

8 vikur fyrir áramót og 8 vikur eftir áramót.

Íþróttaskóli hefst 12.október 2024

Brennó og oldboys

Brennó fyrir konur 18+.

Æfingar hefjast 3.september 2024

Oldboys fótbolti fyrir fullorðna menn.

Æfingar hefjast 26.september 2024

Nánari upplýsingar um allar greinar er hægt að nálgast hér á heimasíðu félagsins undir Knattspyrna, Sund, Rafíþróttir og Almennar íþróttir

Previous
Previous

Yfir 70 vinningar í boði

Next
Next

Stjórnarfundur 160