Stjórnarfundur 160
Stjórnarfundur 160 þriðjudaginn 17. ágúst 2021.
Fundur settur klukkan 18:30 í félagsherbergi UMFÞ.
Mættir:
Petra Ruth Rúnarsdóttir, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Reynir Emilsson og Davíð Hansen. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóra seinkaði og kom 19:15. Jóna Kristbjörg ritar fundargerð.
Dagskrá:
Starfsárið 2021/22
Þar sem æfingagjöld hafa ekki hækkað sl. þrjú ár og duga ekki nema 40 til 50 % í laun þjálfara hefur stjórn félagsins samþykkt 15% hækkun. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun er töluvert ódýrara að æfa íþróttir hjá Þrótti en öðrum félögum.
Formaður kynnir komandi starfsár sem hefur verið í mótun frá 30. júní í sumar. Á næstu dögum mun félagið gefa úr bækling um starfsárið og halda kynningardag handa foreldrum. Hægt verður að nálgast bæklinginn á heimasíðu félagsins 23. ágúst og við sama tilefni verður hægt að skrá iðkendur til leiks á heimasíðu félagsins. Það stefnir í spennandi vetur með nokkrum áherslubreytingum sem verða kynntar á næstu dögum.
Fjölskyldudagar í Vogum
Bæjaryfirvöld og félagasamtök komu saman til fundar á dögunum.
Var það samdóma álit allra aðila að ekki sé forsvaranlegt að halda fjölskyldudaga 13. til 15. ágúst nema öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt og heilsu bæjarbúa sé ekki ógnað með fjölmennum viðburðum. Stefnan er sett á 11. september nk. Endanleg ákvörðin mun liggja fyrir fljótlega.
Dósagámur
Þar sem sumarstarfsmenn eru ekki lengur á félagssvæði UMFÞ skipta stjórnarliðar með sér umsjón dósagáms til vorsins 2022.
Önnur mál.
Farið var inná umgjörð heimaleikja hjá meistaraflokki. Aðeins tveir heimaleikir eftir og mikilvægt að hjálpast að í stærri verkefnunum. Margar hendur vinna létt verk.
Fundi slitið 19:20.