Stjórnarfundur 189
Stjórnarfundur 189 fimmtudaginn 26. september 2024. – Skrifstofa UMFÞ.
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Berglind Petra Gunnarsdóttir, Bergur Álfþórsson, Kristinn Þór Guðbjartsson og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri.
Fjarverandi: Stefán Harald, Ari Gauti Arinbjörnsson og Sólrún Ósk Árnadóttir.
Fundur settur 18:03.
Dagskrá fundar:
1. Kynning á Svæðisstöð Suðurnesja.
Sigurður Friðrik Gunnarsson og Petra Ruth Rúnarsdóttir starfmenn á Svæðisstöð Suðurnesja voru gestir undir þessum lið.
2. Fyrirspurn - Stofnun Glímudeildar.
Málinu frestað og framkvæmdastjóra falið að kalla eftir frekari upplýsingum.
3. Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fór í Vogum 2024.
Formaður UMFÞ fer yfir málið. UMFÍ er að leggja lokahönd á frágang og uppgjör landsmótsins.
4. Stuðningur við uppbyggingu landsmótsstaða – Erindi til bæjarráðs.
UMFÍ hlaut styrk frá stjórnvöldum til uppbyggingar landsmótsstaða árið 2024 upp á 12 milljónir króna. Fjórar milljónir króna renna til UMFÞ vegna Landsmóts UMFÍ 50+ í Vogum. UMFÞ sendi inn erindi til bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga 8. apríl sl. til að koma 4,0 milljónum áfram til sveitarfélagsins til uppbyggingar á mannvirkjum sem félagið, sjálfboðaliðar, stuðningsmenn, iðkendur og aðrir bæjarbúar munu njóta góðs af í framtíðinni. Þar sem erindi hefur ekki verið svarað er framkvæmdastjóra falið að óska eftir formlegri afgreiðslu málsins.
5. Styrkur til UMFÞ fyrir 2025.
UMFÞ hefur óskað eftir 25% hækkun frá Sveitarfélaginu Vogum fyrir 2025. Iðkendum og flokkum hefur fjölgað sem leiðir til frekari útgjalda. Félagið þarf að geta hafið störf fyrr á daginn. Með farsæld barna að leiðarljósi og samfélagið er að kalla eftir meiri samveru fjölskyldna verður félagið að bjóða upp á æfingar í samfellu við grunnskóla fyrir yngstu iðkendur. Kostnaður hefur hækkað og á sama tíma hefur styrktaraðilum fækkað. Það er hallarekstur á þessu ári. Aðstöðuleysi í Sveitarfélaginu Vogum kallar á það að meistaraflokkar og yngriflokkar eru að leigja keppnis og æfingaaðstöðu utan Voga. Ferðakostnaður hefur hækkað og mótsleikjum hefur fjölgað. Lækkun hefur orðið á styrk frá Sveitarfélaginu Vogum til Ungmennafélagsins Þróttar undanfarin ár.
Fundi slitið 19:45.