Stjórnarfundur 178
Stjórnarfundur 178 á skrifstofu félagsins þriðjudaginn þann 26. september 2023.
Mættir: Berglind Petra Gunnarsdóttir, Petra Ruth Rúnarsdóttir, Kristinn Guðbjartsson, Stefán Harald, Sólrún Ósk Árnadóttir, Reynir Emilsson, Bergur Álfþórsson og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri.
Fundur settur: 18:30.
Dagskrá fundar:
1. Dósagámur - Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum.
Stjórn samþykkir að sækja um stöðuleyfi dósagáms þar sem hann er staðsettur nú.
2. Starf eldri borgara í Vogum.
Starf eldriborgara er í vinnslu.
3. Yfirferð barnastarfs.
Fer ágætlega á stað.
4. Knattspyrnudeild Þróttar.
Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar vill koma á framfæri þökkum fyrir samstarfið í sumar og við lokahóf félagsins. KND minnir á auka aðalfund deildarinnar.
5. Verndarar barna 28. sept.
Hvatning að mæta á fyrirlestur.
6. Íþróttamiðstöð.
Yfirferð á stöðu mála varðandi íþróttamiðstöð.
7. Starfsdagur stjórnar.
Undirbúningur fyrir starfsdag stjórnar, haust.
8. UMFÍ.
UMFÍ sambandsþing 20. – 22. október og fundur með UMFÍ í tengslum við það.
9. Sjálfboðaliðadagur Þróttar 1. desember.
Önnur mál.
Fundi slitið 19:38.