Reynir gull af manni

Reynir sæmdur gullmerki UMFÞ 27. apríl 2024. Reynir fagnar 90 árum í dag.

Stuðningsmaður ársins 2015 Reynir Brynjólfsson fagnar 90 árum í dag. Á stjórnarfundi aðalstjórnar félagsins 24. apríl sl. ákvað stjórn félagsins að heiðra Reyni tilefni tímamóta og um leið heiðra hann fyrir sitt framlag til félagsins.

Reynir Brynjólfsson er gegnheill og glerharður Þróttari.

Reynir er með bestu mætinguna á heimaleiki meistaraflokks í knattspyrnu frá upphafi. Stuðningur hans hefur verið það sýnilegur og með þeim hætti að allir sem spila eða starfa hjá félaginu eru málkunnug Reyni Brynjólfssyni.

Reynir sem varla missti af heimaleik til ársins 2023 var oftar en ekki líka á heimaleikjum hjá yngriflokkum Þróttar. Reynir kom að gerð malarvallar við Hafnargötuna á sínum tíma ásamt því að lána lóðina undir grasæfingar.

Tekið úr reglugerð fyrir viðurkenningar hjá Þrótti Vogum frá árinu 2021.

Heiðursfélaga má kjósa og skal þeim afhent heiðursmerki Þróttar. Heiður þessi er sá æðsti er félagið veitir. Kosning heiðursfélaga skal fara fram á fundi aðalstjórnar. Aðlstjórn Þróttar getur sæmt félagsmenn og iðkendur gull, silfur eða bronsmerki félagsins þegar sérstök ástæða er til en er sú ákvörðun þó háð meirihluta samþykkis aðalstjórnar.

Previous
Previous

Keflavík Einar

Next
Next

Henntugar hendur handa Landsmóti