Aðalfundur UMFÞ 2025 - fundargerð

Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar haldinn í Álfagerði mánudaginn 10. mars kl 19:00

Mættir frá stjórn:

Petra Ruth Rúnarsdóttir , Kristinn Þór Guðbjartsson, Berglind Petra Gunnarsdóttir, Bergur Álfþórsson og Stefán Harald. Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri UMFÞ og starfsmaður fundarins.

Stjórnarliðarnir Ari Gauti Arinbjarnarson og Sólrún Ósk Árnadóttir tilkynntu forföll.

Formaður Petra Ruth Rúnarsdóttir setur fundinn og býður fólk velkomið.

 

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður stingur upp á Jóngeir H. Hlinasyni sem fundarstjóra og Rósu Sigurjónsdóttir sem ritara. Samþykkt með lófaklappi.

 

Jóngeir tekur við stjórn fundarins og þakkar traustið sem sér sé sýnt og vekur athygli á að boðað hafi verið til þessa aðalfundar með lögmætum fyrirvara og sé hann því löglegur.

 

2.      Skýrsla um starf félagsins 2024

Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður las upp skýrslu ársins 2024 og er hún aðgengileg á heimasíðu Þróttar, throtturvogum.is.

 

3.      Skoðaður ársreikningur 2024 lesin upp og lagður fram til afgreiðslu og samþykktar   Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður las  upp ársreikning félagsins fyrir árið 2024 ,  

hún talar um erfiðan rekstur ársins 2024 og var tap á árinu kr 532.547.

Reikningurinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum,  en eitt atkvæði á móti, gert grein fyrir atkvæði þar sem hann lýsti yfir óánægju með ráðstöfun 4 milljóna króna styrk  sem Sveitarfélagið Vogar fékk frá Uppbyggingasjóði fjarlaganefndar vegna Landsmóts UMFÍ 50+ til uppbyggingar á landsmótsstað.

 

Hægt er að nálgast ársreikning 2024 inn á heimasíðu Þróttar, throtturvogum.is.

 

4.      Kosning í stjórn 2024

Petra Ruth gefur ekki kost á sér til formanns áfram, Berglind Petra Gunnarsdóttir býður sig fram til formanns til eins árs og er hún kjörin með öllum greiddum atkvæðum.  

 

Stefán Harald, Ari Gauti, Sólrún, Bergur gefa ekki kost á sér áfram í stjórn UMFÞ.

 

Kosið í stjórn um fjögur sæti og eru fimm í framboði.

 

Björg Ásta Þórðardóttir, Gísli Magnús Torfason,  Kristín Arna Hjaltadóttir, Karel Ólafsson, Martyna Lozinska. Gert fundarhlé.  

 

Lagt til að Guðmundur Stefán Gunnarsson, Jóhanna Guðjónsdóttir og Kristinn Þór Guðbjartsson skipi kjörnefnd. Samþykkt.

 

Aðalstjórn UMFÞ er því í dag skipuð:

               Berglind Petra Gunnarsdóttir formaður 1 ár

               Björg Ásta Þórðardóttir  2 ár

               Gísli Magnús Torfason 2 ár

               Kristín Arna Hjaltadóttir 1 ár

                Karel Ólafsson 1 ár

Martyna býður sig fram til varamanns og er hún kjörin með öllum greiddum atkvæðum.

Varamenn:

Kristinn Þór Guðbjartsson 1  ár

Martyna Lozinska 2 ár

 

Stjórn leggur til að félagsgjaldið verði hækkað úr kr 2.500 í kr 3.000.

og er það samþykkt samhjlóða, og verður send valgreiðsla í heimabanka.

 

5.      Önnur mál:

 

Petra Ruth  fráfarandi formaður tekur til máls og þakkar fyrir sig sem formaður Þróttar í        6 ár,  óskaði nýkjörinni stjórn til hamigju með kjörið, hún sagðist vera þakklát fyrir að hafa tekið þátt í fjölmörgum fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum í gengum árin, þakkaði fyrir allt það fólk sem hún væri búin að kynnast í gegnum þetta starf og færi frá reynslunni ríkari. Fundargestir stóðu upp og gáfu henni gott  lófaklapp.

 

Marteinn Ægisson tekur til máls og þakkar fráfarandi stjórnarmönnum fyrir þeirra störf og samstarfið. Marteinn þakkar  sömuleiðis Petru Ruth fyrir þeirra samstarf og samveruna síðustu árin, sagan mun fara fögrum orðum um hana í framtíðinni.

 

Formaður knattspyrnudeilar Þróttar Hilmar Ólafsson  tekur til máls og vill upplýsa fólk um fjárhagsstöðu deildarinna að hún sé ekki góð, styrktaraðilar hafa verið að draga úr styrkjum og hafa styrkir minnkað verulega, kostnaður er orðinn mikill í leigu á aðstöðu ofl.

 

 

Rúnar Árnason frá (ÍRB) íþróttabandalagi Reykjanesbæjar tekur til máls

Þakkar fyrir boð á fundinn, og segir að hann hafi fylgst lengi með starfinu í Vogum og hefur séð hvað það er unnið gott starf, segir hvað það sé mikilvægt að sveitarfélögin

standi vel við bakið á íþróttafélögunum í landinu og leggi sitt af mörkum. Hvetur fólk til að nota sín sambönd varðandi styrki til félaga, þar sem það er orðið erfiðara í dag að fá styrki en áður.

 

Spurningar úr sal:

 

Spurt er hvort  formaður sé að hætta vegna þessa máls er tengist samskiptaráðgjafa íþrótta og æskulýðsmála og þessara samskiptavandamála sem eru í gangi,  formaður segir já og það hafi mikið að segja um þessa ákvörðun.

 

Einnig er spurt um 4,0 m styrk frá uppbyggingarsjóði landsmótsstaða og átti að fara í uppbyggingu vegna landsmótsins og  sveitarfélaginu voru úhlutaðar. Styrkurinn fór í viðhald á mannvirkjum vegna Landsmóts, svar frá stjórn: Félagið sendi inn erindi í aðdraganda landsmótsins með tillögur að nýtingu fjármagnsins og því var ekki svarað, fjármagnið fór að stærstum hluta í viðhald á sundlaug,  púttvöll og frisbívöllinn.

Fundurinn bókar eftirfarandi:

Aðalfundur UMFÞ skorar á Sveitarfélagið Voga að leiðrétta þau leiðu mistök sem urðu við ráðstöfun úr uppbyggingarsjóði ríkisins vegna landsmóts UMFÍ 50+ í Vogum 2024.

Aðalfundur UMFÞ leggur til að Petra Ruth Rúnarsdóttir fráfarandi formanni, Kristni Þór Guðbjartssyni varamanni og Marteini Ægissyni framkvæmdastjóra sé falið að ljúka óloknu máli með samskiptaráðgjafa  íþrótta- og æskulýðsstarfs sem hefur verið í gangi undanfarna mánuði án aðkomu stjórnar félagsins og skila niðurstöðunni til stjórnar UMFÞ. Það er samþykkt.

Jóngeir H. Hlynason býður nýkjörnum formanni að slíta fundi, Berglind þakkar fyrir traustið og þakkar fráfarandi stjórnarliðum fyrir samstarfið og hlakkar til komandi verkefna.

Fundi slitið, 21:30.

Next
Next

Stjórnarfundur 195