Stærsta Götubitahátíð í sögu Voga fer fram 6. til 9. júní

Landsmót UMFÍ 50+ og aðrir gestir munu njóta góðs af hátíðinni

Landsmót UMFÍ fer fram í Vogum 6. til 9. júní. Reiknað er með 500 til 700 keppendum og samhliða því er reiknað með um 2500 gestum. Íbúar Voga hafa fjölgað hvað mest á landsvísu og því má reikna með að það verði um 4000 manns í Vogunum.

Þróttur og Björgunarsveitin Skyggnir ætla efna til alvöru matarviðburðar í samstarfi við Bumbuborgarar, ISSI Fish & Chips, Mandí og Dons Donuts.

Veitingastaður Vogana, Kim Yong Wings er þekktur fyrir vængina sína og mun sömuleiðis taka þátt í hátíðarhöldunum. Staðurinn opnaði fyrir ári og er staðsettur í gömlu símstöðinni.

Matarvagnarnir verða staðsettir hjá Skyggni að Iðndal 5. Á laugardagskvöldinu fara fram heimatónleikar í félagsheimili þeirra Glaðheimum.

Previous
Previous

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Þróttar

Next
Next

Kim Yong styrkir Þrótt