Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Þróttar
Fundurinn fer fram mánudaginn 1. júlí í félagsherbergi Þróttar í íþróttahúsinu Vogum og hefst kl. 18.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á starfinu til að mæta á fundinn. Þróttur náði undraverðum árangri í vetur þar sem liðið tryggði sig inn í úrslitakeppni 1. deildar með sannfærandi hætti.
Ef einhverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn þá er hægt að hafa samband við Axel formann deildarinnar fyrir frekari upplýsingar 773-7997.
Áfram Þróttur!