Æfingar hjá Þrótti Vogum falla niður 12 - 14 febrúar

Íþróttamiðstöð og sundlaug verður lokuð næstu daga. Hvenær verður opnað aftur liggur ekki fyrir eins og staðan er í dag. Hvort það verði fyrir vikulok eða síðar mun ráðast af framvindu mála og á við um alla aðra íþróttastarfsemi á svæðinu. 

Ef aðstæður breytast þá verður upplýst um það eftir því sem efni standa til og við ætlum að taka stöðuna að morgni fimmtudagsins 15. febrúar varðandi framhaldið. 

Skrifstofa félagsins er opin með eðlilegum hætti. Þar sem íþróttahúsið er lokað þarf að hringja áður í síma 892-6789 til að mæla sér mót við starfsmann UMFÞ. 

Þjálfarar félagsins sinna fjarvinnu og eru við störf þrátt fyrir að æfingar séu ekki í gangi. Við biðlum því til forráðamanna að fylgjast vel með öllum tilkynningum næstu daga og það er alltaf hægt að hafa samband við þjálfara eða skrifstofu. 

Meistaraflokkur Þróttar í körfuknattleik leitar sér að æfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver getur aðstoðað okkur þá endilega hafið samband við formann körfuknattleiksdeildar Axel 773-7997. 

Meistaraflokkur Þróttar í knattspyrnu æfir á höfuðborgarsvæðinu. 

Previous
Previous

Aðalfundur knattspyrnudeildar 5.mars kl 18:30

Next
Next

Fékkstu vinning í Jólahappdrætti Þróttar?