Hjá Sunddeild Þróttar er yngri flokkur blandaður kvenna og karla flokkur.
Tímabil: 5.september - 16.maí 2025
Aldur: 1 og 2 bekkur
Æfingartímar:
Þriðjudagar: 17:15 – 18:00
Fimmtudagar: 17:15 – 18:00
Yngri flokkur sund
Vetur 2024
Markmið og áherslur í sundi
Lögð er áhersla á grunn sundfærni, sundtækni, snúninga, háttvísi og dugnað. Iðkendur fá grunn þekkingu í notkun á ýmsum sundbúnaði sem notaður er til æfinga og kennslu. Lögð er áhersla á góðan aga þar sem iðkendur fara eftir fyrirmælum þjálfara og eiga í góðum samskiptum sín á milli. Áhersla er að iðkendur beri virðingu fyrir félagi sínu, félagsbúningi og merki, öðrum sundfélögum, þjálfara, dómara, æfingasvæði og æfingabúnaði.
Iðkendur hafa kost á að taka þátt í mótum á vegum félagsins. Þjálfari kynnir iðkendum fyrir því hvernig mót fara fram og undirbýr þau þannig.. Allir iðkendur eru velkomnir á mót og er gott að kynna það fyrir þeim snemma. Í keppni er einblínt á að skapa góðar minningar og að gleði sé í fyrirrúmi.
Áhersla er á aukna grunnfærni og samhæfingu hreyfinga ásamt því að læra reglur sem gilda fyrir æfingasvæði. Einnig á ánægja tengd æfingum í sundlaug og á landi að vera í fyrirrúmi. Iðkandi lærir að vera hluti af heild og að vera virkur einstaklingur í hópverkefnum.
Markmiðið er að hafa gaman, skapa gleði tengda sundi og verða hluti af liðs- og hóps menningu
Þjálfarar
-
Thelma Rún Rúnarsdóttir
Þjálfari