6. flokk er skipt í kvenna og karla flokk.
Tímabil: 30.september - 30.ágúst 2025
Aldur: 3. og 4. bekkur
Æfingatímar:
6. flokkur karla
Mánudaga kl 15:30 - 16:30
Þriðjudaga og föstudaga kl 14:30 - 15:30
6. flokkur kvenna
Mánudaga, þriðjudaga og föstudaga kl 16:30 - 17:30
6. Flokkur knattspyrna
Vetur 2024
Áherslur og markmið í 6. flokk
Lögð áhersla á að snerta boltan sem oftast, hvort sem það er á tækniæfingum eða á leikrænu formi. Byrja að kynna iðkendum fyrir nokkrum þáttum í leikfræði, hreyfingu án bolta, halda stöðu, dekka andstæðing og hreyfing í föstum leikatriðum. Halda bolta í grasinu og spila út frá marki. Lögð áhersla á góðan aga þar sem iðkendur fara eftir fyrirmælum þjálfara og eiga í góðum samskiptum sín á milli.
Tækni
Knattæfingar.
Knattrak með rist, innanfótar, utanfótar, il, öðrum/báðum fótum, með stefnubreytingum, knattraki og skotu, snerta bolta í hverju skrefi.
Sendingar – innanfótarspyrnur og ristarspyrnur.
Knattmóttaka – innanfótar, il, utanfótar og byrja vinna með móttöku á brjósti og læri.
Grunntækni (flóknari tækniæfingar fyrir þá sem eru lengra komnir).
Innkast/innspark.
Leikfræði
Markskor með ristarspyrnu og innanfótarskotum úr kyrrstöðu, eftir knattrak, í fyrstu snertingu, á lofti og eftir gabbhreyfingu.
Leikið 1:1 / 2:1 með ýmsum afbrigðum.
Leikæfingar, fáir í hverju liði, með og án markmanns.
Grunnuppstilling 5 manna liðs, með markman, 2 varnarmenn og 2 sóknarmenn (iðkendur læra allar stöður).
Föst leikatriði eins og innspörk og hornspyrnur.
Fótavinna (hraðir fætur).
Annað
Kynni af íþróttinni séu jákvæð.
Öll börn fá jöfn tækifæri til þátttöku og taka þarf vel á móti öllum iðkendum.
Árangur hvers og eins skiptir meira máli en fjöldi sigra í keppni.
Grunnæfingar í þol, styrktaræfingar með eigin þyngd, jafnvægi og liðleiki.
Leikgleði, samvinna og dugnaður.
Liðsheild og samheldni
Þjálfarar
-
Þjálfari 6.flokks kvenna
-
Þjálfari 6.flokks karla