Stjórnarfundur 161
Stjórnarfundur 161 mánudaginn 18. október í félagsherbergi UMFÞ.
Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Reynir Emilsson, Katrín Lárusdóttir og Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ ritar fundargerð.
Davíð Hansen og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir tilkynntu forföll.
Fundur hófst 19:15 og fundi lauk 20:25.
Leitað var afbrigða í upphafi fundar um að breyta dagskrá fundar. Gjaldkeri félagsins tilkynnti forföll vegna veikinda, Því verða fjámál tekið fyrir á næsta stjórnarfundi. Bætt var við rafíþróttir.
Dagskrá:
Sambandsþing UMFÍ 2021 á Húsavík.
Petra Ruth formaður UMFÞ fór sem fyrr á þingið fyrir hönd UMFÞ og gaf stjórnarliðum yfirferð mála frá liðnu þingi.
Hefjum störf og sumarstörf námsmanna.
Þróttur nýtti sér sumarstörf námsmanna og hefjum störf úrræði stjórnvalda í sumar. Dagur Guðjónsson, Finnur Friðriksson, Rafal Daníelsson og Tómas Hafberg sáu um sumarnámskeið, knattspyrnuæfingar, aðstoða vallarstarfsmenn og önnur tilfallandi verkefni. Jóna Stefánsdóttir var í 50%. Helstu verkefni voru að halda utan um heimasíðu, auglýsingar, myndir, viðburði og fleiri tilfallandi verkefni. Kann félagið þeim öllum miklar þakkir fyrir gott starf í sumar. Marteini og Petru falið að kanna hvaða möguleika félagið á varðandi ráðningarstyrki og hvort mögulegt sé að fá inn starfsmann sem myndi létta á skrifstofu félagsins. Sömuleiðis er þeim heimilt að klára málið í umboði stjórnar.
Fjármál.
Frestað til næsta stjórnarfundar.
Kótilettukvöld.
Reynir hefur haldið utan um samstarfið við Skyggni undanfarna daga. Farið yfir helstu verkefni og hvað hefur verið í gangi undanfarnar vikur. Stjórnarliðar beðnir um að heyra í sínu fólki og safna sjálfboðaliðum fyrir komandi hátíðarhöld.
Fjölgun iðkenda og eflum foreldrastarfið.
Á næstu dögum mun aðalstjórn félagsins vera með foreldrafund og fræðslu. Kanna á möguleika þess að fá foreldra til að taka meiri þátt í starfinu iðkendum til heilla. Einnig er stefnan sett á að útbúa auglýsingar fyrir hverja grein hjá félaginu. Auglýsa þær með markvissari hætti og hvetja iðkendur til að koma og prófa æfingar. Marteini falið að vinna verkefnið. Komið var inná sjálfboðaliðastarfið, hvernig hægt sé að fjölga sjálfboðaliðum og svo framvegis.
Rafíþróttir.
Petra Ruth Rúnarsdóttir setti sig í samband við Rafíþróttasamband Íslands og er fyrirhugaður fundur varðandi stofnun rafíþróttadeildar UMFÞ. Petra sagði frá þeim samskiptum og kynningu sem hún hefur fengið að undanförnu varðandi rafíþróttir. Petru falið að vinna verkefnið áfram.
Önnur mál.
Bæjarbúar fá miklar þakkir fyrir að styrkja félagið með dósum í dósagám félagsins.