Auka-aðalfundur föstudaginn 29. september kl. 20:15
Auka-aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn föstudaginn 29. september klukkan 20:15 og fer fram í Íþróttamiðstöðinni Vogum.
Dagskrá fundar:
KOSNING FUNDARSTJÓRA OG FUNDARRITARA.
KOSIÐ Í STJÓRN.
ÖNNUR MÁL.:
VIÐ HVETJUM ALLA SEM HAFA BRENNANDI ÁSTRÍÐU FYRIR FÉLAGINU AÐ FJÖLMENNA OG BJÓÐA SIG FRAM TIL SETU Í KNATTSPYRNUDEILD ÞRÓTTAR.
Þar sem sjálfboðaliðum hefur farið fækkandi hratt innan félagsins síðustu tvö ár. Biðjum við íbúa og aðra Þróttara sem hafa tök á að aðstoða félagið að mæta á fundinn. Það er hægt að hjálpa án þess að vera í stjórn félagsins.
Það hefur alltaf verið frábær mæting á leiki liðsins hvort sem það eru heimaleikir eða útileikir. Á því varð engin breyting í sumar. Núna skorum við á alla þessa stuðningsmenn að fjölmenna á auka-aðalfundinn. Þarna er tækifærið til að kynna sér starfsemi félagsins og hvað sé framundan.
ÁFRAM ÞRÓTTUR.