Yfirflokkaþjálfari hjá Þrótti tekur til starfa – Kemur að stefnumótun félagsins og verður með flokka samhliða þeim störfum.

Með ágúst 25, 2020 Fréttir

Viktor Ingi Sigurjónsson er nýr yfirþjálfari yngri flokka Þróttar Vogum í knattspyrnu.

Viktor er 32 ára fjölskyldufaðir frá Hafnarfirði. Hann er með UEFA B í þjálfarafræðum og menntaður íþróttafræðingur frá HÍ. Viktor er einnig að taka masterinn í kennslufræðum.

Hann mun verða aðalþjálfari nokkra flokka, samhliða því mun hann koma að stefnumótun félagsins, aðstoða aðra þjálfara við sín störf og koma að öðrum stefnumótandi verkefnum hjá félaginu. Viktor hefur þjálfað hjá yngriflokkum Hauka við góðan orðstýr síðustu árin. 


Við minnum á að æfingar í barna og unglingastarfinu eru til 17. september. Viktor mun hefja störf 2. september.