Vogaþrek Þróttar hefst aftur fimmtudaginn 14. janúar eftir nokkra mánaða hlé – Aðeins skráðir meðlimir.

Með janúar 12, 2021 Fréttir

Loksins loksins segja sumir … 

Íþróttaæfingar og annað starf fullorðinna verður heimilað að nýju með og án snertingar að uppfylltum skilyrðum samkvæmt slökunum á samkomutakmörkunum sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað. Ný reglugerð tekur gildi miðvikudaginn 13. janúar næstu fimm vikurnar eða til 17. febrúar. Opnað hefur verið fyrir skipulagða hóptíma. 

Við ætlum að hafa gaman og hreyfa okkur. Á sama tíma ætlum við að fara varlega. Fyrsti þrektíminn fer fram fimmtudaginn 14. janúar. 

Punktar og reglur: 

  • Aðeins 20 manns og eingöngu skráðir iðkendur í Vogaþreki. Ekki hægt að prófa til að byrja með. 
  • Opnum fyrir Sportabler á þriðjudaginn. Þá verður skylda að skrá sig fyrirfram, til 17. feb nk. til að byrja með. Sendum ykkur frekari upplýsingar á mánudaginn hvernig Sportabler virkar.
  • Ekki heimilt að nota búningsklefa. 
  • Þeir Vogaþreksmeðlimir sem eru vanir að fara í heita pottinn eftir þrektíma. Ekki nota búningsklefa fyrir Vogaþrekið. Það er brot á sóttvarnarreglum. 
  • Það er grímuskylda í húsinu fyrir og eftir þrektíma – Það er í lagi að taka grímuna af þegar þrektími hefst.  
  • Þegar hver og einn undirbýr sitt svæði fyrir þrektíma og sækir sér áhöld. Muna bera grímu og líka við frágang. 
  • Allir iðkendur þurfa að sótthreinsa sín áhöld eftir hvern tíma. Það verður pappír og spritt á öllum svæðum. 

 

Við vekjum athygli á því að þeir meðlimir sem áttu kort sem var í gildi til 15. desember 2020. Ykkur er heimilt að mæta til vorsins. Við gerum upp veturinn 20/21 í maí. 

Sjáumst hress á fimmtudaginn. 

Hægt er að nálgast reglugerð heilbrigðisráðherra á heimasíðu UMFÍ og þær reglur sem taka gildi 13. janúar.