Vogaþrek Þróttar hefst 3. september

Með ágúst 27, 2019 ágúst 29th, 2019 Fréttir

Vogaþrek Þróttar fyrir alvöru Vogabúa

Alhliða líkamsrækt fyrir fólk á besta aldri. Tímarnir fara fram í stóra sal í íþróttamiðstöð.

  • Aldur: Fyrir alla !
  • Þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6:15 – 7:00
  • Þjálfari verður sem fyrr Daníel Fjeldsted.
  • Verð: Þrjár leiðir í boði
  • Mánaðargjald 6.990 kr.
  • Árskort 45.990 kr.
  • Tíu skipti 10.990 kr.
  • (aðgangur í pott og gufu eftir tíma innifalinn)

Allir sem kaupa árskort fá vatnsbrúsa í kaupbæti.

Laugardaginn 7. desember klukkan 12:00 til 13:00 verða meðlimir í Vogaþreki með opna æfingu og safnað verður fé til styrktar góðu málefni. Sama kvöld verður jólaglögg Vogaþreks.

Danni og Petra á góðri stundu að kvitta undir samninga um áframhaldandi samstarf  Vogaþrek Þróttar.

Árshátíð Vogaþreks fer fram föstudaginn 20. mars. Auglýst þegar nær dregur.