Vogaþrek hefst aftur í fyrramálið – Kynnið ykkur reglurnar !

Með mars 18, 2020 Fréttir

Vogaþrek hefst á morgun !

Það er undir hverjum og einum komið að mæta á æfingar. Förum öll eftir tilmælum Almannavarna og munum handþvottinn.

Framvegis verða áhöld geymd í íþróttasal þar sem Vogaþrekið fer fram. Spritt, pappír og sótthreinsandi verður á staðnum. Pappír fyrir alla til að þrífa eftir sig. Munum engar snertingar á milli fólks og tveir metrar á milli í öllum æfingum.

Búningsklefar eru háðir öðrum skilyrðum þessa daganna. Hvetjum alla til að mæta í íþróttagallanum og sleppa búningsklefa. 

Hámarksfjöldi fólks:

Pottur (3)
Vaðlaug (4)
Sundlaug (8)

Danni þjálfari fer yfir þetta með ykkur í fyrramálið.

Sjáumst hress.