Viltu páskaegg ??? – Eitt egg á hvert heimili !

Með mars 31, 2020 Fréttir

Þar sem fresta þurfti páskabingó Þróttar síðustu helgi vegna samkomubanns á félagið 54 páskaegg sem liggja undir skemmdum. Er bæjarbúum velkomið að sækja sér egg að kostnaðarlausu! 

Það er öllum bæjarbúum velkomið að koma og sækja sér eitt páskaegg á heimili klukkan 11:00 til 12:00 og aftur klukkan 17:00 til 18:00 við anddyri íþróttamiðstöðvar í dag „miðvikudag“. Munið að hafa tvo til þrjá metra á milli ykkar ef það skyldi verða röð.

Munum að sýna kurteisi og eitt egg á hvert heimili. Við byrjum á minnstu eggjunum „nr.4“ og færum okkur ofar eftir því sem eggjunum fækkar.