Viltu hjálpa okkur að fjölga skiltum og styrktaraðilum ?

Með apríl 14, 2021 Fréttir

Kæru bæjarbúar, fyrirtæki á svæðinu og aðrir Þróttarar.

Rekstrarskilyrði íþróttafélaga hefur breyst í miðjum heimsfaraldri. Ef fram heldur sem horfir er hætt við að rekstur þeirra verði mjög þungur á næstu mánuðum.
Erfiðleikarnir skýrast af verulega breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Því óskum við eftir samstöðu og aðstoð bæjarbúa við að selja skilti á Vogaídýfuvöllinn áður en keppnistímabilið hefst í maí.

Það eykur líkurnar á að börn og ungmenni haldi áfram að sækja skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf, tryggir heilbrigðan lífsstíl þeirra og veitir þeim tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði sín sem og áframhaldandi uppgang meistaraflokks.

ÁFRAM ÞRÓTTUR !! 

Sími skrifstofu er 892-6789 og netfangið throttur@throttur.net fyrir frekari upplýsingar.