Víkingur frá Ólafsvík í alvöru bikarslag – Laugardaginn 13. júní klukkan 16

Með júní 10, 2020 Fréttir

Þróttarar taka á móti stórliði Víkinga frá Ólafsvík næsta laugardag í annari umferð bikarkeppni KSÍ. Hefst leikurinn klukkan 16:00. 

Við hvetjum alla sanna Þróttara og aðra gesti til að fjölmenna á leikinn.

Það verða tvö áhorfendahólf á leiknum og tekur hvert hólf 200 manns. Víkingar hafa gert gott í boltanum síðustu árin og fóru alla leið í undanúrslit árið 2018 auk þess að spila í efstu deild.