Við ætlum í bíó ! Yngriflokkar hjá Þrótti !

Með mars 3, 2020 Fréttir

Fyrir:

Unglingahreysti, knattspyrna 7. flokkur, 6. flokkur, 5. flokkur og 4. flokkur. Sunddeild og júdódeild. 

Þjálfarar verða á svæðinu með sínum flokkum eða manna ábyrgðaraðila í þeirra stað.

Foreldrar sjá um samgöngur.

Bíómiði + miðstærð popp og gos 1450kr. Gengið frá greiðslu í afgreiðslu Sambíóa. Hvetjum foreldra til að láta krakkana til að hafa eingöngu 1500kr. Allir með sama. 

Skráning fer fram inná hópsíðum á FB. Vinsamlegast láta vita með athugasemd þar inni fyrir klukkan 13:00 á morgun "fimmtudag" 

Hvetjum alla til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni þar sem við ætlum að efla félagsandann og njóta þess að vera saman sem Þróttarar !

MYND – Onward

Föstudaginn 6. mars klukkan 17:20 í Sambíó Reykjanesbæ.

Hvetjum alla til að vera tímanleg og mæta ekki seinna en 17:01.

Sjáumst hress !