Vegna skráningar á námskeið yfir hvítasunnu…

Með júní 4, 2017 UMFÞ

Knattspyrnuskóli eða sundnámskeið.

Ef málið varðar skráningu í boltaskóla þá verður öllum tölvupóstum svarað þriðjudaginn 6. júní og krafa send í heimabanka sama dag. Muna setja kennitölu greiðanda (forráðamanns) og kennitölu þátttakanda) Allar upplýsingar inná heimasíðu Þróttar.

Liggi fyrir skráning frá forráðamanni í tölvupósti daganna 4. júní, 5. júní eða 6. júní. Þá er í lagi að senda barn til leiks þriðjudaginn 6. júní þrátt fyrir að staðfesting frá Þrótti hefur ekki borist til forráðamanna.

Sundnámskeiðið er að fyllast og ekki nema tvö sæti laus. Reikna má að ekki sé hægt að hleypa öllum að sem skrá sig 4, 5, eða 6. júní. Öllum tölvupóstum varðandi sundnámskeið verður svarað eftir hádegi á þriðjudaginn. Throttur@throttur.net

Kveðja, Marteinn.