Fundur 156 –  fimmtudaginn 12. febrúar kl. 18:30 á skrifstofu félagsins.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Davíð Hansen, Reynir Emilisson, Katrín Lársudóttir, Jóna Kristbjörk Stefánsdóttir og Sólrún Ósk Árnadóttir. . Einnig sat Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ fundinn.

Fundur hófst 18:30.

 1. Aðalfundur UMFÞ.

Farið yfir fyrstu drög að ársreikning og undirbúning aðalfundar UMFÞ sem fram fer 25. febrúar.

 1. Minningarsjóður.

Nesbúegg, starfsmaður UMFÞ og fjölskylda Baldvins Hróars Jónssonar hafa að undanförnu unnið að uppsetningu minningarsjóðs til minninguar um Baldvin Hróar fyrrum formann félagsins. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram og leggja lokahönd á reglugerð í samstarfi við alla aðila sem koma að málinu. Verkefnið verður kynnt næsta haust.

Önnur mál.

 

Ákveðið að halda vinnufund mánudaginn 22. febrúar til kynningar á ársreikningi og undirbúnings aðalfundar.

 

Fundi slitið 19:06.

Fundur 155 –  fimmtudaginn 14. janúar kl. 18:30 á skrifstofu félagsins.

 

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Davíð Hansen, Reynir Emilisson, og Jóna Kristbjörk Stefánsdóttir. Einnig sat Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ fundinn.

Mál á dagskrá:

 1. Farið var yfir málefni síðasta stjórnarfundar og minnisblað UMFÍ um áhrif Covid á íþróttastarf.

 

https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/umfi-gefur-ut-itarlegt-minnisblad-um-ahrif-covid-a-ithrottastarf-og-tillogur/

 

 1. Aðalfundur UMFÞ 2021.

Ákveðið að aðalfundur UMFÞ fari fram 25. febrúar nk. Vinna við ársreikning í fullum gangi.

 

 1. Viðurkenningar.

 

Stjórn félagsins hefur sett saman reglugerð fyrir viðurkenningar innan félagsins og skal reglugerðin endurskoðuð árlega. Á næstu dögum verður reglugerðin kynnt á heimasíðu félagsins.

 

 1. Vetraraðstaða fyrir iðkendur Þróttar í knattspyrnu.

 

Stjórn félagsins sendi inn erindi til bæjarráðs 23. september sl. varðandi bætta æfingaaðstöðu á veturna fyrir iðkendur Þróttar í knattspyrnu. Þann 7. október barst stjórn félagsins svar að erindinu var vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2021 – 2024 án frekari útskýringa.

 

Til að halda félagsmönnum og Þrótturum vel upplýstum um málið hefur stjórn félagsins ákveðið að gera frétt um málið og fer í birtingu á næstu dögum.

 

 

 1. Yfirferð þjálfaramála.

 

Þjálfarar sem hættu í vor og haust fá góðar kveðjur fyrir gott samstarf og frábært starf iðkendum Þróttar til heilla. Þjálfarar sem tóku við eru boðnir velkomnir til starfa. Allt íþróttastarf hefur verið háð ýmsum takmörkunum frá því í haust og allt starf stöðvaðist 3. nóvember. Stjórn vill koma á framfæri miklu þakklæti til allra þjálfara fyrir gott starf við erfiðar aðstæður að undanförnu.

 

 1. Verkefni stjórnarliða og viðburðir á næstu dögum.

Formaður fór yfir þau verkefni sem voru í gangi fyrir jólin og kann stjórnarliðum miklar þakkir fyrir þeirra framlag. Einnig vill stjórn þakka öllum sjálfboðaliðum og öðrum fyrir óeigingjarn starf.

 

 1. Hvað má í dag ? (Æfingar í Covid)

Íþróttaæfingar og annað starf barna og fullorðinna var heimiluð að nýju með og án snertingar að uppfylltum skilyrðum og leyft að keppa í íþróttum án áhorfenda, samkvæmt slökunum á samkomutakmörkunum sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðaði 8. janúar. Ný reglugerð tók gildi miðvikudaginn 13. janúar næstu fimm vikurnar eða til 17. febrúar.

 

Félagið hefur fengið mikið hrós frá foreldrum, sjálfboðaliðum, iðkendum og þjálfurum fyrir góða upplýsingapósta frá því að faraldurinn hófst og til dagsins í dag. Það er félaginu mikið í mun að halda öllum vel upplýstum og farið sé eftir öllum tilmælum heilbrigðisyfirvalda.

 

Fundi slitið klukkan 20:20.

Fundur 154 – Fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 19:00.

Fundur settur kl. 19:04.

Mættir eru Petra Ruth, Reynir, Jóna Kristbjörg, Sólrún Ósk. Davíð og Katrín Lára voru með í gegnum
fjárfundarbúnað. Birgitta tilkynnti forföll.

Dagskrá:

1. Íþróttamaður ársins í Vogum.
Íþrótta og tómstundafulltrúi Voga sendi félaginu póst á dögunum og óskaði eftir tilnefningum
bæði til íþróttamanns ársins og til hvattningarverðlauna. Framkvæmdastjóra er falið að safna
saman gögnum. Senda þarf tilnefningar fyrir 1. desember nk.

2. Sambandsráðsfundur UMFÍ 2020 fór fram á dögunum.
Framkvæmdastjóri sat fundinn fyrir hönd UMFÞ. Farið yfir samþykktar ályktanir og önnur mál
tengt fundinum.

3. Minnisblað UMFÍ vegna Covid.
UMFÍ gaf út ítarlegt minnisblað vegna Covid. Farið yfir minnisblaðið sem hægt er að lesa á
heimasíðu UMFÍ.

4. Þjálfarafundur sem fór fram í október.
Stjórn félagsins hélt þjálfarafund í október þar sem farið var yfir eineltisáætlun félagsins,
sóttvarnarmál og aðrar áherslur. Fundurinn fór fram í félagsmiðstöðinni. Vegna
fjöldatakmarkana var fundurinn aðeins fyrir þjálfara í barna og unglingastarfinu.

5. Fjármál.
Ljóst þykir að tekjur vegna viðburða hafa minnkað og hafa styrktaraðilar þurft frá að hverfa
vegna Covid 19. Það hefur mikil áhrif á starfsemi félagsins. Sama gildir um aðrar deildir
félagsins. Stjórn UMFÞ hvetur félagsmenn til að styðja vel við félagið með því að taka þátt í
þeim fjáröflunum sem eru í gangi hverju sinni.

6. Æfingar í Covid hléi og launamál.
Félagið hefur miklar áhyggjur af brottfalli iðkenda og fylgist vel með þróun mála. Ákveðið
hefur verið að óska eftir mætingarlista frá öllum þjálfurum félagsins.
Stjórn gaf út verklýsingu á alla þjálfara fyrir 3. til 17. nóvember þegar allt starf var niðri.
Markmiðið var að hlúa að iðkendum og halda foreldrum vel upplýstum.

7. Sjálfboðaliðadagurinn 2020.
Sjálfboðaliðadagurinn mun ekki fara fram með sama hætti og undanfarin árin. Ákveðið að
setja verkefnið í farveg. Formanni og framkvæmdastjóra falið að halda áfram að þróa
sjálfboðaliðadaginn.

8. Verkefni fram að jólum.
Happdrættismiðar, dósagámur, jólasveinaverkefni, jólakort til sjálfboðaliða, sala á grímum og
önnur sala. Framkvæmdastjóra falið að setja upp lista. Sjálfboðaliðar setja sig á þau verkefni
sem þeir komast í hverju sinni.

 

Önnur mál:

Ákveðið að halda næsta stjórnarfund fyrir jól.

Framkvæmdastjóri átti fund með íþrótta og tómstundarfulltrúa Voga á dögunum varðandi ýmis
málefni tengd íþróttum barna af erlendum uppruna. Ákveðið að setja vinnu í gang sem mun skila
góðum árangri.

Fundi slitið 20:47

 

Fundur 153 – Fimmtudaginn 10. september klukkan 18:30.

 

Fundur settur kl 18:33.

 

Mættir eru Petra Ruth, Katrín Lára, Reynir, Jóna Kristbjörg og Davíð. Aðrir tilkynntu forföll. Marteinn sat fundinn sem framkvæmdastjóri UMFÞ.

 

 

 1. Yfirferð verkefna

 

Framkvæmdastjóri fór yfir þau verkefni sem eru í vændum. Dagskrá forvarnarviku Sveitarfélagsins Voga er í mótun, lokahóf meistaraflokks og Getraunadeildar fer fram í byrjun október, kótilettukvöldið í samstarfi við Skyggni og sjálfboðaliðakvöldið 5. des nk. Einnig var farið yfir ýmis smærri verkefni.

 

 1. Trúnaðarmál (Marteinn og Reynir víkja af fundi.)

 

Önnur mál

 

Félagið tók í notkun nýja og glæsilega heimasíðu fyrir tveimur árum. Litlar sem engar breytingar hafa átt sér stað á forsíðumyndunum. Stefnan er sett á að uppfæra myndir og þjálfaralista á næstu vikum.

 

Rebekka Magnúsdóttir sundþjálfari og Eysteinn Sindri Elvarsson knattspyrnuþjálfari létu af störfum á dögunum. Stjórn UMFÞ þakkar þeim báðum fyrir vel unnin störf.

 

Fundi slitið 20:15


 

Stjórnarfundur 152 á skrifstofu félagsins 13. ágúst 2020 klukkan 19:00.

Mætt:  Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir,  Birgitta Ösp Einarsdóttir, Katrín Lára Lárusdóttir, Davíð Hansen, Reynir Emilsson, Sólrún Ósk Árnadóttir og Marteinn Ægisson.

Dagskrá:

 • Yfirferð vetrarstarf 2020-21.

Starfið verður með sama hætti og á síðasta ári. Vetrarbæklingur og æfingatímar verða gefnir út í kringum 24. ágúst nk.

Þjálfararáðningar ganga vel fyrir veturinn og endanlegur þjálfarahópur liggur fyrir á allra næstu dögum.  Farið yfir starfið í heild sinni.

Æfingagjöld verða ekki hækkuð í knattspyrnu, júdó og sundi. Systkyna-afsláttur/iðkenda afsláttur á hvert heimili hækkar um 5%.

 

 • Andlát.

Baldvin Hróar Jónsson fyrrum formaður UMFÞ lést langt fyrir aldur fram þann 9. júlí sl. Hróar sat í aðalstjórn Þróttar samfleytt 2016 til 2020, Hróar var formaður UMFÞ 2017 til 2019.

Þróttur Vogum sendir eiginkonu, börnum, öðrum ástvinum og samstarfsfólki innilegar samúðarkveðjur.

Önnur mál.

Fjölskyldudagar í Vogum voru ekki haldnir í ár. Fjárhagslegt tjón UMFÞ er talsvert þar sem félagið hefur stólað á ýmsar fjáraflanir í tengslum við hátíðina.

 

 

Fundi slitið 19:51.

 

Stjórnarfundur 151 á skrifstofu félagsins 4. júní 2020 klukkan 19:00.

Mættir: Petra Ruth, Jóna Kristbjörg, Katrín, Davíð, Reynir, Sólrún og Marteinn.

Birgitta boðaði forföll.

 

Dagskrá:

 1. Umsókn – Landsmót 50+

Ungmennafélagið Þróttur hyggst sækja um að halda Landsmót UMFÍ fyrir aldurshópinn 50+ í Sveitarfélaginu Vogum árið 2022, en það ár er einmitt 90 ára afmælisár ungmennafélagsins. Umsóknin er klár til afhendingar og mun formaður UMFÞ funda á næstu dögum með fulltrúum UMFÍ.

 1. Dósagámur og fjáraflanir.

Stjórnarliðar tæmdu gáminn á dögunum og fékkst útur þeirri söfnum 40000kr. Á síðustu vikum hefur borið á því að verið sé að stela úr gámnum og hefur félagið brugðist við með þeim hætti að támurinn er tæmdur alla daga vikunnar. Farið yfir aðrar fjáraflanir.

 1. Framlag ÍSÍ vegna Covid.

ÍSÍ hefur verið að greiða út ríkisstyrki að undanförnu vegna áhrifa af Covid. Framlagið er ekki styrkur heldur hugsað til að koma til móts við það tjón sem hefur orðið innan íþróttahreyfingarinnar. Stjórn UMFÞ samþykkir að skipta fjármagni á milli aðalstjórnar og KND.

 1. Framlag frá KSÍ vegna Covid.

Framlag KSÍ er ekki styrkur heldur hugsað til að koma til móts við það tjón sem hefur orðið innan félaga vegna Covid. Stjórn UMFÞ samþykkir að skipta fjármagni á milli aðalstjórnar og KND.

 1. Samstarf milli UMFÞ og KND í sumar vegna heimaleikja og annara viðburða.

Í sumar mun aðgangseyrir á heimaleiki meistaraflokks skiptast á milli barna/unglingastarfs og meistaraflokks. Aðalstjórn mun aðstoða við umgjörð heimaleikja í sumar. Einnig er verið að búa til árskort sem fer í sölu á næstu dögum, allur hagnaður mun skiptast á milli aðalstjórnar og KND. Farið yfir viðburð í tengslum við lokahóf í haust og tengja hann við félagið í heild sinni.

 1. Yfirferð mála og hvað er í boði hjá UMFÞ.

Farið yfir starfið í sumar.

 1. Reglur um viðurkenningar.

Verið er að leggja lokahönd á reglugerð um viðurkenningar handa félagsmönnum sem vinna gott starf félaginu og iðkendum til heilla. Verður lagt fyrir á næsta stjórnarfundi til samþykktar.

 1. Kótilettukvöld með Skyggni.

Fulltrúar Skyggnis höfðu samband með samstarf við hið margrómaða kótilettukvöld Skyggnis. Ungmennafélagið þakkar fyrir þann heiður sem félaginu er sýndur fyrir að vera boðið að að taka þátt í viðburði sem þessum. Einnig vill stjórn UMFÞ nota tækifærið og þakka Skyggni fyrir sitt framlag í umsóknarferli til Landsmótsumsóknar. Framkvæmdastjóra falið að funda með Skyggni vegna málsins.

 1. Hreyfivika UMFÍ.

UMFÞ tók þátt í hreyfiviku UMFÍ og stóð fyrir fjölmörgum viðburðum sem heppnuðust vel. Minjafélagið skipulagði göngu frá Grindavík til Voga og félagið leitaði til Sveitarfélagsins Voga um að laugin yrði opin til miðnættis fyrir göngugarpa og aðra íbúa sveitarfélagsins. UMFÞ þakkar öllum iðkendum sem tóku þátt og öðrum sem lyftu hreyfivikunni á hærri stall fyrir sitt framlag og samverunar á hreyfiviku UMFÍ.

 

Önnur mál.

Fjölskyldudagar í Vogum. Ekki liggur fyrir hvort hátíðin fari fram vegna Covid.

 

Fundi slitið 20:08.

 

 

Stjórnarfundur nr: 150 fimmtudaginn 26. mars kl. 18:30 í félagsmiðstöðinni. 


Mættir: Petra R. Rúnarsdóttir, Jóna K. Stefánsdóttir Sólrún Ósk Árnadóttir, Reynir T. Emilsson, Birgitta Ösp Einarsdóttir og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri sem skrifar fundargerð. 
Davíð Hansen og Katrín Lárusdóttir boðuðu forföll. 

1. Hlutverk og starfslýsing stjórnarfólks. 
Aðalstjórn félagsins ætlar í stefnumótandi vinnu varðandi hlutverk stjórnarliða. Stefnt að því að klára verkefnið fyrir sumarið. 


2. Samningur við framkvæmdastjóra. 
Framkvæmdastjóri vék af fundi. Formanni falið að ganga frá samningi. 


3. Fjáraflanir. 
Páskabingó Þróttar hefur verið aflýst vegna fordæmalausra tíma. 
Þetta er ein helsta fjáröflun aðalstjórnar. Stjórn ákveður að halda páskabingó þegar
 birtir til í vor. Einnig hefur verið ákveðið að halda tvær dósasafnanir, 
hefja sölu á Þróttaratreflum og Þróttarahúfum. Hefja sölu á árskortum á meistaraflokksleiki, 
hagnaður myndi renna til allra deilda innan félagsins. Huga að haustfagnaði Þróttar í október, 
einnig er í skoðun að fá allar deildir til að halda viðburði í sameiningu félaginu til heilla.


4. Verkefni ársins. 
Farið yfir verkefni og viðburði ársins. Það styttist í hreyfiviku sveitarfélagsins sem félagið hefur veg og vanda að, skipulagning er í fullum gangi. 


5. Aðstaða. 
Aðalstjórn fékk á dögunum aukaskrifstofu og stjórnarliðar hafa verið að vinna í að setja hana upp. Einnig er vinna í gangi með gömlu skrifstofuna. Verkefnið gengur vel. 


6. Covid-19
Aðalstjórn þakkar öllum forráðamönnum og öðrum hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum. 
Engar æfingar eru í gangi. Næstu vikur verða með þeim hætti að þjálfarar félagsins setja inn æfingar á sama tíma og æfingar eiga fara fram. 
Þjálfarar hafa fengið verklýsingu með hvaða hætti skal vinna verkefnið. Aðalstjórn minnir á mikilvægi þess að iðkendur og 
aðrir haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar næstu vikurnar. Þróttur mun leggja áherslu á mikilvægi þess að félagið sýni samfélagslega ábyrgð, 
fylgi tilmælum heilbrigðisyfirvalda og leggi sitt af mörkum til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Æfingar falla líka niður hjá meistaraflokki Þróttar og Vogaþreki Þróttar.


Önnur mál. 

Erindi hefur borist frá hópi drengja varðandi stofnun meistaraflokks í körfubolta og samhliða því vill hópurinn bjóða uppá körfuboltanámskeið fyrir yngri. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram 
og kynna á næsta stjórnarfundi. Framkvæmdastjóri hefur nú þegar átt einn fund með hópnum. 


Aðalfundur Knattspyrnudeildar fór fram á dögunum og ekki tókst að manna stjórn deildarinnar. Formaður mun funda með formanni og framkvæmdastjóra deildarinnar á næstu dögum. 

Fundi slitið 19:41.

 

Stjórnarfundur nr.149 mánudaginn 2. mars á skrifstofu Þróttar klukkan 18:30.

 

Mættir:

Petra, Reynir, Kata, Davíð, Birgitta, Sólrún og Marteinn.

Jóna tilkynnir forföll.

 

Dagskrá:

 

 1. Stjórn skiptir með sér verkum.

Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varaformaður, Davíð Hansen gjaldkeri, Katrín Lára Lárusdóttir ritari, Reynir T. Emilsson meðstjórnandi.  Petra sem fyrr formaður.

 1. Yfirferð og kynning á starfinu.

Petra fór yfir starfsemi félagsins fyrir nýja stjórnarliða.

 

Fundi slitið 19:29.

Mánudaginn 24. febrúar skrifstofa UMFÞ kl. 19:00.

Stjórnarfundur 148. 

Mættir: Petra, Hróar, Kata, Jóna, Davíð, Gunni og Marteinn.

Sindri komst ekki vegna vinnu.

Dagskrá:

 1. Aðalfundur.

Farið yfir ársreikning og bókhaldslykla. Reikningur samþykktur og stjórnarliðar samþykkja reikninginn.

Fundi slitið 20:14

 

Stjórnarfundur nr.147  fimmtudaginn 6. febrúar á skrifstofu Þróttar klukkan 18:00. 

Mættir: Baldvin Hróar Jónsson, Gunnar Helgason, Davið Hansen, Jóna Stefánsdóttir og Petra Ruth Rúnarsdóttir.

Dagskrá:

 1. Aðalfundur

Aðalfundur félagsins fer fram fimmtudaginn 27. febrúar 2020 í Álfagerði.

 1. Lagabreytingar

Vinnuhópur hefur verið að störfum að undanförnu varðandi breytingar á lögum félagsins. Petra fer yfir niðurstöðu hópsins og verða drögin lögð fyrir næsta aðalfund.

 1. Undirbúningur umsóknar fyrir 50+

Stjórn UMFÞ ákvað í árslok að sækja um landsmót 50+ árið 2022 þegar félagið verður 90 ára. Hefja þarf undirbúning umsóknar á næstu dögum þar sem opnað verður fyrir umsóknir á næstu vikum.

 1. Húsnæðismál UMFÞ

Farið yfir aðstöðumál og framkvæmdastjóri hefur verið boðaður á fund vegna málsins hjá bæjaryfirvöldum.

Fundi slitið klukkan 18:45.

 

Stjórnarfundur 146 mánudaginn 16. desember á skrifstofu Þróttar klukkan 18:00. 

Petra Rúnarsdóttir, Jóna Stefánsdóttir, Baldvin Hróar Jónsson, Gunnar Helgason, Davíð Hansen  og framkvæmdastjóri Marteinn Ægisson ritar fundargerð.

Matthías Freyr Matthíasson íþrótta og tómstundafulltrúi var viðstaddur fyrsta mál á dagskrá.

   

Dagskrá:

 

 1. Samstarfssamningur við sveitarfélagið.

Stjórn UMFÞ samþykkir samninginn. Skrifað undir samstarfssamning við Sveitarfélagið Voga.

2. Fjármál.

Fjármál félagsins eru í góðu lagi og félagið er réttu megin við núllið.

 

3. Endurnýjun á ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra.

Formaður UMFÞ mun leiða viðræðurnar.

 

                  Fundi slitið 19:45.

 

 

Stjórnarfundur nr.145 fimmtudaginn 7. nóvember á skrifstofu Þróttar klukkan 19:00.

 

Mættir: Petra, Hróar, Sindri, Davíð, Jóna og Marteinn framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð. Gunni og Katrín tilkynntu forföll.

Dagskrá fundar:

 

 1. Samstarfssamningur við sveitarfélagið.

 

Félagið hefur verið að funda með bæjarfélaginu vegna endurnýjun samstarfssamnings. Farið yfir samningsdrögin frá Sveitarfélaginu Vogum.

 

2. Námsstyrkur.

 

 

Starfsmaður skrifstofu UMFÞ hefur verið að sækja námskeið sér til eflingar í starfi. Stjórn félagsins hefur ákveðið að styrkja starfsmann 30% af kostnaðarverði námskeiðs.

 

3. Fjáröflun.

 

 

Farið yfir fjáraflanir fyrir jólin. Knattspyrnudeild Þróttar verður með sitt árlega jólahappdrætti. Aðalstjórn félagsins ætlar að hefja sölu á treflum og húfum fyrir jólin. Það mun liggja fyrir á næstu dögum hvað foreldrafélagið mun gera.

 

4. Landsmót 50+ á 90 ára afmæli UMFÞ.

Stjórn UMFÞ samþykktir einróma að sækja um landsmót 50+ árið 2022, sama ár og Þróttur verður 90 ára.

 

5. Sjálfboðaliðadagurinn 5. desember 2019.

Annað árið í röð mun félagið bjóða sjálfboðaliðum UMFÞ í kvöldverð og þakka fyrir þeirra framlag til félagsins á árinu.

6. Yfirferð verkefna.

Farið yfir verkefni sem stjórnarliðar þurfa sinna fyrir jólin.

7. Yfirferð laga og lagabreytinga fyrir aðalfund 2020.

Stjórn félagsins ætlar að yfirfara lög félagsins í byrjun janúar .

 

8. Greiðsla reikninga og almenn umsjón með bókhaldi.

Verklagsreglur yfir bókhald og reikninga félagsins verða yfirfarnar.

 

9. Gildi félagsins.

Ákveðið að finna gildi sem félagsmenn og aðrir innan félagsins geti tileinkað sér.

 

Önnur mál.

Fundi slitið 21:11

Stjórnarfundur nr.144 fimmtudaginn 22 ágúst á skrifstofu Þróttar.

Mættir: Kata, Petra, Gunnar, Davíð og Marteinn. Jóna, Sindri og Hróar tilkynntu forföll.

 

Fundurinn hófst klukkan 18:00.

 

 1. Samstarfssamningur við sveitarfélag.                                                                                                                                                                                            Stjórn UMFÞ ákveður að leitast eftir viðræðum um samstarfssamning.
 2. Fjölskylduhátíð í Vogum.                                                                                                                                                                                                              Hátíðin fór vel fram og félagið þakkar sveitarfélaginu og öðrum félagasamtökum gott samstarf. Hagnaður af fjáröflunum var töluvert minni en árin áður.
 3. Æfingar á Ásbrú.                                                                                                                                                                                                                    Yngriflokkar Þróttar æfa í knatthöllinni á Ásbrú í vetur. Framkvæmdastjóra falið að leita til bæjaryfirvalda varðandi fjármögnun æfinga.
 4. Aðstaða og skrifstofa UMFÞ.                                                                                                                                                                                                            Stjórn sammála að leita eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna aðstöðuleysi.
 5. Þjálfaramál og vetrarstarf 19/20.                                                                                                                                                                                                      Farið yfir þær greinar sem í boði verða í vetur og þjálfarar kynntir til leiks. Breytingar verða á afslætti æfingagjalda og æfingagjöld standa í stað. Skráningar fara fram í gegnum Nóra í fyrsta sinn.

 

 

Önnur mál.

Slitið 19:05

Stjórnarfundur 143 á skrifstofu félagsins mánudaginn 12. ágúst klukkan 18:00.

 

Mættir: Petra, Hróar, Kata, Sindri og Marteinn.

Aðrir boðuðu forföll.

 

 1. Fjölskyldudagar í Vogum.

Farið yfir verkefni Þróttar í tengslum við bæjarhátíðna. Stjórnarliðar skiptu með sér verkefnum og skipulögðu komandi daga.

Önnur mál.

Annar stjórnarfundir í næstu viku.

Fundi slitið 19:05.

Stjórnarfundur nr.142, miðvikudaginn 22. maí klukkan 18:00 á skrifstofu Þróttar.

Mættir: Petra, Jóna, Gunnar, Hróar, Davíð og Marteinn framkvæmadastjóri.

Sindri tilkynnti forföll.

 • Hreyfivikan í Vogum. 

 

Þróttur stóð fyrir hreyfiviku í Vogum daganna 6. til 12. maí sl. Fjölmargir viðburðir tengt heilsueflandi samfélagi fóru fram, fékk félagið samstarfsaðila með sér í verkefnið. Hreyfivikan heppnaðist vel og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður.

 • Könnun í Stóru-Vogaskóla.

 

Framkvæmdastjóri heimsótti 7. Bekk og eldri. Nemendur fengu tækifæri til að segja sína skoðun á starfi Þróttar og hvað megi betur fara. Niðurstöðurnar munu liggja fyrir á næstu dögum.

 1. Yfirferð verkefna.  

 

  1. Meistaraflokkur kvenna tók þátt í bikarnum, yngriflokkarnir eru á fullu að undirbúa komandi sumar, illa gengur að manna dómgæslu og knattspyrnudeildin ætlar að aðstoða verkefnið, verið er að undirbúa lokahátíð iðkenda í júdó og sundi, krílasundið fer vel á stað og góð þátttaka. Metþátttaka var í íþróttaskóla barna á laugrdögum í vetur. Félagið skilaði Felix á dögunum og skráðir iðkendur eru í kringum 200 og fskráðir félagsmenn eru 776. Verið er að vinna að fullu í Nóra og við setjum stefnuna á að Nóri hefjist handa ekki seinna en 20. ágúst. Badminton og Vogaþrekið er að fara í frí og byrjar aftur í haust eftir góða spretti í vetur. Vinna í heimasíðu hefur setið á hakanum vegna anna á öðrum vígstöðvum.
  2. Beiðni um styrk vegna þjálfaramenntunar.                                                                                                                                                    Erindi hafnað.
  3. Erindi frá knattspyrnuþjálfara Þróttar í 5. & 6. flokks í knattspyrnu.                                                                                             Félagið tók jákvætt í erindið og framkvæmdastjóra falið að heyra í bæjarstjóra varðandi bætta félagsaðstöðu handa iðkendum Þróttar.
  4. Knattspyrnuþjálfarar í yngriflokkum óska eftir fleiri tímum í knatthöllinni á Ásbrú eða sambærilegar aðstæður.                                                                                                                                                                                                                                                               Málinu frestað og framkvæmdastjóra falið að kanna fjármögnun við verkefnið.
  5. Blak.

 

Nokkrir félagsmenn Þróttar hafa áhuga á að sinna útbreiðslu á íþróttinni í Vogum og taka þátt í íslandsmótinu.

Stjórn UMFÞ samþykkir að senda lið til leiks á Íslandsmótið í blaki.

Önnur mál.

Þróttur eignaðist Íslandsmeistara í júdó á dögunum í barnastarfinu. Félagið óskar Braga Hilmarssyni og Kegan Frey til hamingju með íslandsmeistaratitilinn.

Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að nýju verkefni sem snýr að frekarai virkni fyrir börn og unglinga. Framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið og kynna það fyrir stjórn á næsta stjórnarfundi.

Fundi slitið klukkan 19:27.

Stjórnarfundur nr.141 fimmtudaginn 28 mars á skrifstofu Þróttar.

Mættir:

Petra Ruth, Jóna, Davíð, Katrín, Marteinn.

Forföll boðuðu Gunnar, Hróar og Sindri.

Fundurinn hófst klukkan 18:00.

 1. Stjórn skiptir með sér verkum.Varaformaður: Davíð Hansen.Ritari: Katrín Lárusdóttir.Varamenn í stjórn: Sindri Jens Freysson og Gunnar Helgason. Gjaldkeri: Baldvin Hróar. Meðstjórnandi: Jóna K. Stefánsdóttir. Formaður: Petra Ruth Rúnarsdóttir.
 2. Yfirferð mála:                                                                                                                                                                                                                                      Farið yfir starfið fram að vori. Áfram unnið í Nóra, Felix og heimasíðu.
 3. Heimsókn og kynning á störfum UMFÍ 3 maí :                                                                                                                                                                          Stjórn Þróttar fer í heimsókn til UMFÍ og fær kynningu á starfsemi UMFÍ.
 4. Ferð til DK með UMFÍ 24-27 maí:                                                                                                                                                                                                Stjórn Þróttar hefur ákveðið að senda formann og framkvæmdastjóra til Danmerkur þar sem aðildarfélög innan UMFÍ og stjórn UMFÍ heimsækir systursamtök UMFÍ, DGI.
 5. Forvarnarvika:                                                                                                                                                                                                                                        Málin rædd hvernig hægt er að efla félagið í formi lýðsheilsu fyrir alla aldurshópa í Vogum.

Önnur mál.

Fundi slitið 18:49

Stjórnarfundur nr.140 fimmtudaginn 14. febrúar  á skrifstofu Þróttar.

Mættir: Hróar, Nökkvi,  Petra,  Gunnar, Davíð og Marteinn.

 

Fundurinn hófst kl. 17:31.

 

 1. Aðalfundur Þróttur 2019

Farið yfir undirbúning komandi aðalfundar. Farið yfir ársreikning og almenn ánægja og tilhlökkun fyrir komandi aðalfund.

 

 1. Viðurkenningar og heiðursverðlaun (Íþróttamaður ársins)

Kynning á verkefni sem tekið var fyrir á síðasta stjórnarfundi. Ákveðið að vinna málið áfram.

 

 1. Samningur við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi.

Formanni og gjaldkera í samstarfi við framkvæmdastjóra falið að klára samning við núverandi framkvæmdastjóra.

 

 1. Búningamál.

Nýr samningur og  samstarf við Jakósport til kynningar og samþykktar.

 

 1. Þróttaraverslun

Þróttur fagnar framtakinu og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram fyrir næsta stjórnarfund.

 

 

Önnur mál.

Málin rædd.

 

Stjórnarfundur nr.139 mánudaginn 7. janúar á skrifstofu Þróttar.

Fundur settur kl. 18:30.

Mættir: Nökkvi, Davíð, Petra, Veigar, Gunnar og Marteinn framkvæmdastjóri UMFÞ sat einnig fundinn.

Balvin Hróar afboðaði sig vegna flensu.

 

 

 1. Aðalfundur Þróttur 2019.

Stjórn UMFÞ ákveður að aðalfundur félagsins fari fram miðvikudaginn 27. febrúar.  Sama bókhaldsþjónusta og undanfarin árin heldur utan um ársreikning.

 1. Þróttari ársins.

Marteinn og Petru falið að skila tillögum til stjórnar og stefnt að því að velja Þróttara ársins við næstu áramót í samræmi við lög félagsins.

 1. Samningur við framkvæmdastjóra.

Stjórn UMFÞ ákveður að formaður og gjaldkeri fari yfir samning framkvæmdastjóra og komi með tillögur á næsta stjórnarfundi.

 1. Utanyfirgallar til yngri iðkenda.

Stjórn Þróttar lýsir yfir miklu þakklæti til allra þeirra sem komu að þessu verkefni.

 1. Nóra kerfið og heimasíða félagsins.

Kynning á nóra kerfinu  sem Þróttur ætlar að taka í notkun. Ákveðið að lén nýju heimasíðunnar verði www.throtturv.is. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 1. Meistaraflokkur kvenna.

Þróttur mun senda sameiginlegt lið með Víði Garði í bikarkeppni ksí. Verður þetta annað árið í röð sem félögin senda lið til leiks.

 

Önnur mál

Rætt um umsóknir í sjóði og einnig farið yfir möguleika á hinum ýmsu fjáröflunum.

 

Stjórnarfundur nr.138 þriðjudaginn 16. október á skrifstofu Þróttar  klukkan 18:30.

 

Mættir: Nökkvi, Petra, Gunnar, Hróar, Davíð og Marteinn.

 

 1. Yfirferð barnastarfs.

Farið yfir upphaf barna og unglingastarfið í byrjun starfsárs.

 1. Sambandsráðsfundur UMFÍ 2018.

Farið yfir dagskrá fundar. Marteinn og Petra fara á fundinn fyrir hönd UMFÞ.

 1. Aðstöðuleysi.

Starfsemi félagsins hefur stækkað ört síðustu árin hefur félagið fundið fyrir aðstöðuleysi í sínum störfum. Stjórn samþykkir að leita eftir fundi við Sveitarfélagið Voga varðandi aðstöðuleysi.

Önnur mál.

 

 

Fundi slitið 19:39