Uppskéruhátíð sunddeildar og Landsbankamót ÍRB.

Með maí 27, 2016 UMFÞ

Þróttur tók þátt í Landsbankamóti ÍRB á dögunum.

Liðið 2016 Landsbankamót Keflavík StuðningsmennSara Líf Þróttari gerði sér lítið fyrir og tók brons í 200m bringusundi á mótinu. Hópurinn frá Vogum stóð sig feiki vel. Sumir voru að taka þátt í 200m greinum í fyrsta skipti og mikið var um bætingar hjá okkar krökkum.
Uppskéruhátíðin fór fram á mánudaginn. Foreldrar mættu og grilluðu fyrir krakkana og sprellað var í lauginni. Allir iðkendur fengu verðlaunapening fyrir veturinn. Einnig var tekin liðsmynd af sunddeildinni.

Það hefur verið mikill kraftur í sunddeildinni í vetur og fjölgaði í deildinni. Við vorum lánsöm að finna Jónu sl. sumar. Einnig hafa foreldrar verið hjálpsamir og virkir í starfi deildarinnar sem hefur hjálpað deildinni að vaxa og dafna.

Sunddeildin hefur verið félaginu og sveitarfélaginu til mikils sóma í vetur, fjölmargir iðkendur og foreldrar fóru í það að gera boli merkta félaginu og deildinni. Fer því ekki á milli mála þegar Þróttarar eru mættir til leiks. Hvort sem það eru sundkrakkarnir eða annað stuðningsfólk á pöllunum.

Núna er komið sumarfrí hjá sunddeildinni og sundið hefst aftur í september. Við hvetjum alla til að vera tímanlega í haust að skrá í sundið því reiknað er með frekari fjölgun iðkenda og hópa í sundinu.

Takk fyrir samstarfið og til hamingju með árangurinn í vetur.
Myndirnar eru frá mótinu um helgina og uppskéruhátíðinni á mánudaginn.