Ungmennafélagið Þróttur tekur við rekstri íþróttamiðstöðvar – Fréttatilkynning

Með apríl 1, 2022 Fréttir

Þetta er líklega eitt af stærri verkefnum félagsins og frábært að þetta skuli gerast á 90 ára afmæli UMFÞ. Það er ljóst að Ungmennafélagið er að fara verða eitt af fjölmörgum íþróttafélögum sem fara með yfirumsjón íþróttamiðstöðva hér á landi.

Viðræður hafa verið góðar og uppbyggilegar. Kann stjórn félagsins bæjaryfirvöldum miklar þakkir fyrir gott samstarf undanfarna mánuði. Það er mikið framfaraskref að bæjaryfirvöld skuli treysta UMFÞ fyrir slíku verkefni. Við hjá Þrótti þurfum að fara vel með þetta traust sem okkur er sýnt því ábyrgð okkar er mikil. Við getum heldur betur sett mark okkar á lýðheilsu bæjarbúa og hvatt þau til frekari heilsueflandi þátttöku.

Við hvetjum alla bæjarbúa til að gera follow á íþróttamiðstöð Vogar á Instagram og like á Facebook.

Á myndinni er Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ & Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri andartaki eftir að lyklaskipti áttu sér stað.