Unglingahreysti Þróttar klárlega fyrir þig.- 7. til 10. bekk

Með ágúst 29, 2019 Fréttir

Ert þú í 7. til 10. bekk og langar að komast í hörkuform, bæta úthald og styrkja líkamann? (Nýtt)

Þá er Unglingahreysti Þróttar klárlega fyrir þig!

Unglingahreysti er fyrir alla unglinga sem vilja ná  góðum tökum á almennri líkamsrækt, fræðast um hollt mataræði, æfingar og heilsu. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilega uppbyggðir með æfingum fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans. Tekið er á styrk, þol og grunntækni í æfingum.

  • Innifalið í Unglingahreysti:
  • Þrír tímar á viku.
  • Heimsóknir á ýmsa staði.
  • Sund og gufa eftir hvern tíma.
  • Verð: Fyrir áramót 30.000 kr. Eftir áramót 30.000 kr. Hægt að skipta niður í fjórar greiðslur hverju tímabili.
  • Fyrir áramót: Hefst 2. Sept og lýkur 16. des
  • Eftir áramót: Hefst 9. janúar og lýkur 30. apríl

Þjálfari Petra R. Rúnarsdóttir og ekki nóg með að hún sé formaður Ungmennafélagsins Þróttar. Petra er með brennandi ástríðu fyrir félaginu og ætlar að virkja fleiri aldurshópa innan sveitarfélagsins Voga.

Petra er ÍAK einkaþjálfari og með B.Sc  í sálfræði.

Hvetjum alla unglinga í Vogum til að skrá sig til leiks og fyrsti tíminn fer fram 2. september