Umhverfisdagur Þróttar laugardaginn 8. maí – Þróttur tekur til í nærumhverfi sínu.

Með maí 5, 2021 Fréttir

Umhverfisdagur Þróttar 2021

Þróttur tekur til í nærumhverfi sínu.

UMHVERFISDAGUR UMF ÞRÓTTAR

Laugardagurinn 8. maí.

Stjórnarmenn, iðkendur, bæjarbúar og aðrir velunnarar félagsins koma saman og taka til í sýnu nærumhverfi.

Við gerum okkur svo glaðan dag og endum þetta með grilli sem hefst klukkan 12:00.

Dagskráin: 10:30 – 11:59

Mæting við Íþróttahúsið okkar fagra þar sem bæjarhjartað slær alla daga klukkan 10:29.

Verkefni dagsins: 

Týna rusl við íþróttamiðstöðina og knattspyrnusvæði. Fara yfir manir við knattspyrnusvæði og önnur tilfallandi verkefni.

Sjáumst hress á laugardaginn !