
Yfir tíu manns tóku þátt í deginum sem var frábær. Eftir að búið var að fara yfir svæðin á starfssvæði félagsins, huga að gróðri, þrífa veggjakrot, sópa stéttir, hreinsa arfa og týna upp rusl var fólki boðið upp á pizzur að hætti formannsins ásamt gosi.
Það er okkar markmið að vel sé gengið um íþróttahúsið, keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að vera í farabroddi að halda okkar nærumhverfi hreinu. Ennfremur viljum við beina þeim tilmælum til stuðningsmanna Þróttar og annarra velunnara sem koma og styðja við bakið á iðkendum og brýna jafnframt fyrir þeim að ganga ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“.
Samstarfsaðilar okkar á Umhverfisdeginum eru: Sveitarfélagið Vogar umhverfisdeild (sá um ruslapoka og að farga því rusli sem safnaðist eftir tiltekt)
Myndir: